Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Vísir/Stefán Nýrri greiðsluaðferð í Strætó hafa fylgt einhverjir hnökrar og dæmi eru um að fólk greiði fargjaldið tvisvar. Framkvæmdastjórinn segir það hafa reynst erfitt að laga villuna, en unnið sé hörðum höndum að því. Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes. Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Undir lok síðasta árs fóru notendur Strætó að geta greitt fargjald í gegnum snertilausar lausnir, til dæmis með kortinu í símanum. Þannig þarf ekki að vera með Klappið, smáforrit Strætó, til að greiða fyrir farið. „Þetta er svona að hefja sig til flugs í heiminum. Þetta er aðeins öðruvísi en snertilausar greiðslur í verslunum, þetta er alveg sérstaðall fyrir strætisvagna,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó. „Þetta er rosalega einfaldur og þægilegur greiðslumáti. Allir eru með símann sinn. Við sjáum bara línulegan vöxt í notkun á snertilausum greiðslum.“ Nýjungum fylgja oft ákveðnir hnökrar. Einhverjir strætónotendur hafa lent í því að hafa keypt miða í Klappinu, lagt símann upp við skannan til að skanna miðann, en óvart greitt aftur með kortinu í símanum og þannig tvígreitt fyrir farið. „Við höfum alveg heyrt af þessu en þetta er bara í símum með Android-stýrikerfinu. Þetta eru nokkur tilvik á viku og við endurgreiðum fólki að sjálfsögðu þegar slíkt kemur upp,“ segir Jóhannes. Það hefur gengið illa að framkalla þessa villu í rauntíma og því reynst erfitt að laga vandamálið. Android-notendur geta þó breytt stillingum í símanum svo þetta komi ekki fyrir. „Þar getur þú, ef þú vilt, stillt símann þannig að hann þarf ekki auðkenningu til að greiða, og það er vandamálið. Það er hægt að komast fram hjá þessu með að slökkva á NFC-kerfinu (Near-field communication) áður en þú greiðir í vagninum, og kveikt svo aftur á því,“ segir Jóhannes.
Samgöngur Strætó Tækni Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira