Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. apríl 2025 22:29 Benedikt Gunnar Ófeigsson er fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands Vísir/Arnar Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að líkur á öðru eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum séu mjög litlar og verði minni eftir því sem lengra líður. Verði eldgos á næstu dögum, sem hann telur ólíklegt, myndi kvikan sennilega koma upp norðar en við Sundhnúka. GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
GPS-mælingar sýna vísbendingar um að landris sé hafið á ný í Svartsengi. Stysta eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í gær. Veðurstofan telur líklegast að áframhaldandi kvikusöfnun sé undir Svartsengi sem valdi landrisinu en hluti þess sé vegna áhrifa frá myndun kvikugangsins 1. apríl. Aflögunarmælingar sýna einnig að enn mælast hreyfingar á GPS stöðvum í kringum norðurhluta kvikugangsins, meðal annars í Vogum og við Keili. Gervihnattamyndir sem teknar voru í gær og í fyrradag staðfesta hreyfingar á því svæði. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælingar hjá Veðurstofunni fór yfir nýjustu mælingar og spáði í spilin í kvöldfréttum Stöðvar 2. Búast frekar við gosi á öðru svæði Benedikt segir ekki óvænt að landris við Svartsengi haldi áfram. „Nei við áttum alveg von á því að það myndi halda áfram landris, í rauninni endurspeglar það að það er stöðugt innflæði inn í kvikuhólfið í Svartsengi. Þannig það kom ekki á óvart, en það er kannski óvenju snemma sem við förum að sjá það.“ Kvikugangurinn liggur á köflum aðeins á 1,5 kílómetr dýpi, en Benedikt segir það stafa af því að kvika hafi reynt að leita upp til yfirborðs. Kvikan hafi reynt það aðeins norðar en við Sundhnúka, en Benedikt fór yfir þetta með skýringarmyndum í kvöldfréttum. Hann segir að staðurinn þar sem vísbendingar eru um að kvika hafi reynt að komast nær yfirborði vera besti staðurinn á allri sprungunni til að fá gos. „Það þyrfti mjög stórt gos til að þetta myndi ná alla leið hingað á Reykjanesbraut, og það eru engar líkur á því að það sé að fara gerast,“ sagði Benedikt. Margir hafa fundið fyrir skjálftum, heldur það áfram? „Ég á frekar von á því að það fari að hægja á því. Auðvitað getur það haldið eitthvað áfram, það er erfitt að segja til um það.“ Hann segir ólíklegt að það verði annað gos á næstunni. „Mjög litlar en það er ennþá hreyfing, það eru ennþá einhverjir skjálftar. Við getum ekkert útilokað það strax, en ég held það sé mjög ólíklegt.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira