Þetta herma heimildir fótbolta.net en Valsmenn eru að leita sér að sóknarmanni eftir að þeir misstu Ísabellu Söru Tryggvadóttur út í atvinnumennsku rétt fyrir mót.
Tilboð Vals á að hafa verið upp á tvær og hálf milljón króna samkvæmt fréttinni á fótbolti.net sem hefði gert hana að einni dýrustu knattspyrnukonu landsins.
Valur seldi Ísabellu Söru til sænsku meistaranna í Rosengård í síðasta mánuði.
Úlfu Dís skoraði sjö mörk og gaf sex stoðsendingar í átján deildarleikjum með Stjörnunni á síðasta ári.
Hún er 24 ára gömul og er alinn upp í FH en hefur spilað með Stjörnunni frá árinu 2021.