Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Í sagnaarfi Biblíunnar eru fáir atburðir áhrifameiri en herleiðingin til Babýlon, og borgin hefur í vestrænni menningu og til okkar daga verið táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Sögusvið Biblíunnar er landsvæði sem liggur á milli stórvelda, Egypta í suð-austri og hinna ýmissa heimsvelda sem risu upp í frjósama hálfmánanum. Babýlon var á blómaskeiðum stærsta borg fornaldar og innihélt undur á borð við hangandi garða og Isthar borgarhliðið, sem nú er til sýnis á Pergamon safninu í Berlín. Herleiðingin var framkvæmd af Nebúkadnessari II., sem ríkti í 43 ár frá sjöundu og fram á sjöttu öld fyrir Krist, og var hluti átaka hans við Egypta. Babýloníumenn lögðu undir sig Jerúsalem árið 597 fyrir Krist og eyðilögðu borgina og musterið helga árið 587/86. Fjölmörg rit Gamla testamentisins segja frá þessum atburðum og með ólíkum hætti, Konungabækur og Kroníkubækur rekja átökin og túlka þau, spádómsbækur Jeremía, Esekíel og Daníel áminna þjóðina í ljósi atburðanna og Harmljóðin og sálmur 137 eru skrifuð eftir fall borgarinnar – „Við Babýlonsfljót sátum vér og grétum“. Mig langar að draga fram þrennt í þessari stórsögu, sem talar með beinum hætti inn í okkar samtíma, það eru örlög smáþjóða í átökum heimsvelda, vandi þess að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum og loks hvernig að þjóðir geta klofnað í fylkingar. Örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sé landakort skoðað fyrir botni Miðjarðarhafs, sést hvernig að tvö landsvæði eru sérlega blómleg í samanburði við eyðimerkurlandslag norður Afríku og Arabíuskagans. Annarsvegar það landsvæði sem Nílar-á og árósar vökva, þar sem stórveldi Egyptalands stóð óslitið frá fjórða árþúsundi fyrir Krist og fram undir okkar tímatal, og hinsvegar frjósami hálfmáninn, þar sem röð heimsvelda reis og féll – Súmerar, Akkadíumenn, Assýringar og Babýloníumenn. Biblían varðveitir áfallasögu þjóðar sem bjó á milli þessara heimsvelda og fékk iðulega að kenna á átökum þeirra á milli. Fólki sem rakti uppruna sinn til frelsis undan ánauð í Egyptalandi, stofnaði konungsríki um árþúsundamótin á tímabili þegar nágrannaheimsveldin voru í lági, varð fyrir innrás Assýringa árið 722 þegar norðurríkið féll og meirihluti íbúa var hrakinn á flótta, og fyrir herleiðingum Babýloníumanna á sjöttu öld. Við Íslendingar höfum frá landnámi verið meðvituð um smæð okkar og fjarlægð frá deiglu umheimsins, en við höfum jafnframt lagt áherslu á mikilvægi þess að halda tengslum við heimsálfurnar tvær sem við tengjumst jarðfræðilega. Engin þjóð er eyland og átök umheimsins hafa haft áhrif á okkur, sérílagi frá 20. öld þegar erlendir herir hernumdu landið okkar og frá upphafi Kalda stríðsins höfum við bókstaflega verið á milli stríðandi fylkinga. Sem betur fer hefur ótti hamfarakynslóðarinnar um kjarnorkustríð enn ekki raungerst, en mannkynið er hvergi nærri hætt að framleiða vopn, og hamfarahlýnun gæti í framtíðinni gert Ísland óbyggilegt. Andspænis þessum aðsteðjandi hættum, vopnuðum átökum og hnatthlýnun, getur herlaus smáþjóð lítið annað gert en að varðveita heilindi sín og tala máli friðar. Með orðum Jesaja spámanns: „Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ Að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum Tungumál Hebrea var samofið hugmyndum þeirra um sáttmálann við Guð og sjálfsmynd þeirra sem þjóðar, og menningu þeirra og trú skyldi verja fyrir erlendum menningar- og trúaráhrifum. Biblían segir frá eingyðistrú sem iðkuð var umkringd fjölgyðistrúarbrögðum, og staðfestu sem gerði þeirri hefð kleyft að halda velli frá fornöld til okkar daga. Saga Biblíunnar er ekki saga stöðnunar, Biblían varðveitir menningardeiglu og menningaráhrif annarra þjóða á samfélag Hebrea, en erindi hennar er að varðveita heilindi sín í þeirri deiglu. Þessi áhersla birtist hvergi skýrar en í þeim bókum sem lýsa eftirleik herleiðingarinnar til Babýlon, Esra- og Nehemíabókum, þegar Persar höfðu lagt Babýloníumenn að velli árið 539 og hinir herleiddu snéru aftur til Jerúsalem ári seinna, til að endurbyggja borgina og musterið helga. Þjóðin sem eftir varð í heimalandinu hafði breyst, sem og þau sem herleidd voru, og því þétti hún raðirnar um meginþætti í menningu sinni, sagnaarf Biblíunnar og guðrækni. Við Íslendingar höfum ekki upplifað herleiðingu, en við þekkjum bæði glímuna við að varðveita sérkenni okkar, menningu og tungu, andspænis ytri áhrifum og höfum upplifað fólksflutninga, þegar fimmtungur þjóðarinnar flutti til Vesturheims undan harðindum. Á köflum hefur þessi barátta tekið á sig furðulegar myndir, á borð við baráttuna gegn litasjónvarpi á Íslandi og þeirri hugsjón að íslenska verði sameiginlegt tungumál Vesturheims, en það er til mikils að vinna að íslenskan haldi velli. Á 18. og 19. öld stóð íslenskunni ógn af dönskuáhrifum, og það var jafnvel lagt til að hún yrði lögð niður eins og Kristjana Vigdís Ingvadóttir hefur rakið í bókinni Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu. Á lýðveldistímanum hafa enskuáhrif verið meiri ógn og snjalltækjavæðing hefur í samtímanum þrengt að íslenskunni í daglegu lífi ungs fólks. Loks hefur vaxandi straumur innflytjenda valdið því að stór hluti þeirra sem hér búa, hafa ekki vald á íslensku. Stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að sporna við þessari þróun, með Degi íslenskrar tungu og stöðumati og stuðningi í íslenskunámi fyrir innflytjendur, en örlög smátungumála er að deyja út nema með samstilltu átaki á málsvæði okkar. Tvær þjóðir í einu landi Það sorglegasta við eftirleik herleiðingarinnar til Babýlon, var að þegar hin herleiddu snéru aftur, var bilið á milli þeirra og hinna sem eftir höfðu setið orðið óbrúanlegt. Babýloníumenn herleiddu valdsmenn og hefðarfólk frá Jerúsalem, sem og menntaðar stéttir á borð við presta og sagnaritara, og var það hluti af herkænsku þeirra til að koma í veg fyrir uppreisnir á yfirráðasvæði sínu. Þegar þessi hópur snéri til baka úr útlegð með áætlanir um að endurbyggja borgina og musterið, kom fram togstreita á milli þeirra og hinna sem urðu eftir, og niðurstaðan varð tvær þjóðir í einu landi. Í gegnum mannkynssöguna höfum við dæmi um slíkar áskoranir, yfirleitt í kjölfar hernaðarátaka, þegar landamæri hafa verið dregin þvert á þjóðflokka og samfélög verið svipt menntafólki með brottfluttningum eða spekileka. Íslensk Erfðagreining hefur komist að því um uppruna Íslendinga, sem kom mörgum í opna skjöldu, að meirihluti landnámskarla hafi komið frá Norðurlöndum og að meirihluti landnámskvenna hafi komið frá Skotlandi og/eða Írlandi. Þær niðurstöður vekja upp spurningar, annarsvegar hvort um stórfellt þrælanám hafi verið að ræða og hinsvegar varðandi menningarsamsetningu þjóðarinnar, þar sem kristni barst til Írlands á 4. öld – tvær þjóðir í einu landi, bókstaflega. Í samtímanum er klofningurinn annarskonar og algengt er að slá því fram þegar rætt er um aðstöðumun að hér séu tvær þjóðir í einu landi, í efnahagslegu tilliti, landfræðilegu, eða er varðar uppruna íbúanna. Babýlon er víða Hér hefur verið ótalið það myndmál sem nafn borgarinnar hefur haft í íslenskum bókmenntum og samfélagsumræðu, sem táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Það myndmál sprettur af sagnaarfi Biblíunnar, sem sér heimsveldið sem hafði höfuðstöðvar í Babýlon frá sjónarhóli hinnar undirokuðu og herleiddu. Babýlonímenn höfðu aðra sýn á borgina, en til okkar daga eru stórkostlegar höfuðborgir heimsveldanna byggðar á blóði þeirra sem þau undiroka. Stórsaga Biblíunnar dregur fram örlög smáþjóða í átökum heimsvelda, sem eru kölluð til að varðveita heilindi sín og tala fyrir friði, fjallar um vanda þess að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum og er áminning um hvernig að þjóðir geta klofnað í fylkingar, undan skautun í umræðunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í sagnaarfi Biblíunnar eru fáir atburðir áhrifameiri en herleiðingin til Babýlon, og borgin hefur í vestrænni menningu og til okkar daga verið táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Sögusvið Biblíunnar er landsvæði sem liggur á milli stórvelda, Egypta í suð-austri og hinna ýmissa heimsvelda sem risu upp í frjósama hálfmánanum. Babýlon var á blómaskeiðum stærsta borg fornaldar og innihélt undur á borð við hangandi garða og Isthar borgarhliðið, sem nú er til sýnis á Pergamon safninu í Berlín. Herleiðingin var framkvæmd af Nebúkadnessari II., sem ríkti í 43 ár frá sjöundu og fram á sjöttu öld fyrir Krist, og var hluti átaka hans við Egypta. Babýloníumenn lögðu undir sig Jerúsalem árið 597 fyrir Krist og eyðilögðu borgina og musterið helga árið 587/86. Fjölmörg rit Gamla testamentisins segja frá þessum atburðum og með ólíkum hætti, Konungabækur og Kroníkubækur rekja átökin og túlka þau, spádómsbækur Jeremía, Esekíel og Daníel áminna þjóðina í ljósi atburðanna og Harmljóðin og sálmur 137 eru skrifuð eftir fall borgarinnar – „Við Babýlonsfljót sátum vér og grétum“. Mig langar að draga fram þrennt í þessari stórsögu, sem talar með beinum hætti inn í okkar samtíma, það eru örlög smáþjóða í átökum heimsvelda, vandi þess að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum og loks hvernig að þjóðir geta klofnað í fylkingar. Örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sé landakort skoðað fyrir botni Miðjarðarhafs, sést hvernig að tvö landsvæði eru sérlega blómleg í samanburði við eyðimerkurlandslag norður Afríku og Arabíuskagans. Annarsvegar það landsvæði sem Nílar-á og árósar vökva, þar sem stórveldi Egyptalands stóð óslitið frá fjórða árþúsundi fyrir Krist og fram undir okkar tímatal, og hinsvegar frjósami hálfmáninn, þar sem röð heimsvelda reis og féll – Súmerar, Akkadíumenn, Assýringar og Babýloníumenn. Biblían varðveitir áfallasögu þjóðar sem bjó á milli þessara heimsvelda og fékk iðulega að kenna á átökum þeirra á milli. Fólki sem rakti uppruna sinn til frelsis undan ánauð í Egyptalandi, stofnaði konungsríki um árþúsundamótin á tímabili þegar nágrannaheimsveldin voru í lági, varð fyrir innrás Assýringa árið 722 þegar norðurríkið féll og meirihluti íbúa var hrakinn á flótta, og fyrir herleiðingum Babýloníumanna á sjöttu öld. Við Íslendingar höfum frá landnámi verið meðvituð um smæð okkar og fjarlægð frá deiglu umheimsins, en við höfum jafnframt lagt áherslu á mikilvægi þess að halda tengslum við heimsálfurnar tvær sem við tengjumst jarðfræðilega. Engin þjóð er eyland og átök umheimsins hafa haft áhrif á okkur, sérílagi frá 20. öld þegar erlendir herir hernumdu landið okkar og frá upphafi Kalda stríðsins höfum við bókstaflega verið á milli stríðandi fylkinga. Sem betur fer hefur ótti hamfarakynslóðarinnar um kjarnorkustríð enn ekki raungerst, en mannkynið er hvergi nærri hætt að framleiða vopn, og hamfarahlýnun gæti í framtíðinni gert Ísland óbyggilegt. Andspænis þessum aðsteðjandi hættum, vopnuðum átökum og hnatthlýnun, getur herlaus smáþjóð lítið annað gert en að varðveita heilindi sín og tala máli friðar. Með orðum Jesaja spámanns: „Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ Að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum Tungumál Hebrea var samofið hugmyndum þeirra um sáttmálann við Guð og sjálfsmynd þeirra sem þjóðar, og menningu þeirra og trú skyldi verja fyrir erlendum menningar- og trúaráhrifum. Biblían segir frá eingyðistrú sem iðkuð var umkringd fjölgyðistrúarbrögðum, og staðfestu sem gerði þeirri hefð kleyft að halda velli frá fornöld til okkar daga. Saga Biblíunnar er ekki saga stöðnunar, Biblían varðveitir menningardeiglu og menningaráhrif annarra þjóða á samfélag Hebrea, en erindi hennar er að varðveita heilindi sín í þeirri deiglu. Þessi áhersla birtist hvergi skýrar en í þeim bókum sem lýsa eftirleik herleiðingarinnar til Babýlon, Esra- og Nehemíabókum, þegar Persar höfðu lagt Babýloníumenn að velli árið 539 og hinir herleiddu snéru aftur til Jerúsalem ári seinna, til að endurbyggja borgina og musterið helga. Þjóðin sem eftir varð í heimalandinu hafði breyst, sem og þau sem herleidd voru, og því þétti hún raðirnar um meginþætti í menningu sinni, sagnaarf Biblíunnar og guðrækni. Við Íslendingar höfum ekki upplifað herleiðingu, en við þekkjum bæði glímuna við að varðveita sérkenni okkar, menningu og tungu, andspænis ytri áhrifum og höfum upplifað fólksflutninga, þegar fimmtungur þjóðarinnar flutti til Vesturheims undan harðindum. Á köflum hefur þessi barátta tekið á sig furðulegar myndir, á borð við baráttuna gegn litasjónvarpi á Íslandi og þeirri hugsjón að íslenska verði sameiginlegt tungumál Vesturheims, en það er til mikils að vinna að íslenskan haldi velli. Á 18. og 19. öld stóð íslenskunni ógn af dönskuáhrifum, og það var jafnvel lagt til að hún yrði lögð niður eins og Kristjana Vigdís Ingvadóttir hefur rakið í bókinni Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu. Á lýðveldistímanum hafa enskuáhrif verið meiri ógn og snjalltækjavæðing hefur í samtímanum þrengt að íslenskunni í daglegu lífi ungs fólks. Loks hefur vaxandi straumur innflytjenda valdið því að stór hluti þeirra sem hér búa, hafa ekki vald á íslensku. Stjórnvöld hafa með ýmsum hætti reynt að sporna við þessari þróun, með Degi íslenskrar tungu og stöðumati og stuðningi í íslenskunámi fyrir innflytjendur, en örlög smátungumála er að deyja út nema með samstilltu átaki á málsvæði okkar. Tvær þjóðir í einu landi Það sorglegasta við eftirleik herleiðingarinnar til Babýlon, var að þegar hin herleiddu snéru aftur, var bilið á milli þeirra og hinna sem eftir höfðu setið orðið óbrúanlegt. Babýloníumenn herleiddu valdsmenn og hefðarfólk frá Jerúsalem, sem og menntaðar stéttir á borð við presta og sagnaritara, og var það hluti af herkænsku þeirra til að koma í veg fyrir uppreisnir á yfirráðasvæði sínu. Þegar þessi hópur snéri til baka úr útlegð með áætlanir um að endurbyggja borgina og musterið, kom fram togstreita á milli þeirra og hinna sem urðu eftir, og niðurstaðan varð tvær þjóðir í einu landi. Í gegnum mannkynssöguna höfum við dæmi um slíkar áskoranir, yfirleitt í kjölfar hernaðarátaka, þegar landamæri hafa verið dregin þvert á þjóðflokka og samfélög verið svipt menntafólki með brottfluttningum eða spekileka. Íslensk Erfðagreining hefur komist að því um uppruna Íslendinga, sem kom mörgum í opna skjöldu, að meirihluti landnámskarla hafi komið frá Norðurlöndum og að meirihluti landnámskvenna hafi komið frá Skotlandi og/eða Írlandi. Þær niðurstöður vekja upp spurningar, annarsvegar hvort um stórfellt þrælanám hafi verið að ræða og hinsvegar varðandi menningarsamsetningu þjóðarinnar, þar sem kristni barst til Írlands á 4. öld – tvær þjóðir í einu landi, bókstaflega. Í samtímanum er klofningurinn annarskonar og algengt er að slá því fram þegar rætt er um aðstöðumun að hér séu tvær þjóðir í einu landi, í efnahagslegu tilliti, landfræðilegu, eða er varðar uppruna íbúanna. Babýlon er víða Hér hefur verið ótalið það myndmál sem nafn borgarinnar hefur haft í íslenskum bókmenntum og samfélagsumræðu, sem táknmynd fyrir spillingu og siðferðilega eða menningarlega hnignun. Það myndmál sprettur af sagnaarfi Biblíunnar, sem sér heimsveldið sem hafði höfuðstöðvar í Babýlon frá sjónarhóli hinnar undirokuðu og herleiddu. Babýlonímenn höfðu aðra sýn á borgina, en til okkar daga eru stórkostlegar höfuðborgir heimsveldanna byggðar á blóði þeirra sem þau undiroka. Stórsaga Biblíunnar dregur fram örlög smáþjóða í átökum heimsvelda, sem eru kölluð til að varðveita heilindi sín og tala fyrir friði, fjallar um vanda þess að varðveita menningu og tungumál undan erlendum áhrifum og er áminning um hvernig að þjóðir geta klofnað í fylkingar, undan skautun í umræðunni. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun