Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2025 07:07 Skúli Mogensen fagnar Airbus A321-þotu Wow Air á Reykjavíkurflugvelli í marsmánuði árið 2015. Vilhelm Gunnarsson Skúli Mogensen, stofnandi Wow Air, segir að eftir að Icelandair valdi að kaupa Boeing 737 MAX-þotur fremur en Airbus A320 hafi Wow notið óvenju góðrar þjónustu hjá Airbus-mönnum. „Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins. Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
„Við náðum strax mjög vel saman við Airbus. Fengum mikla athygli frá þeim. Þeir horfðu á Ísland. Þarna var Icelandair með Boeing,“ segir Skúli í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Wow Air fór í loftið árið 2012, sama ár og ráðamenn Icelandair völdu Boeing MAX. Airbus-menn voru í sárum eftir misheppnaða tilraun til að koma Íslandi inn á landakort sitt. „Já, þá langaði mikið til að komast inn á íslenska markaðinn. Þarna var Icelandair búið að vera í hálfgerðri einokunarstöðu með Boeing. Það munaði mjög litlu að Icelandair hefði valið Airbus,“ segir Skúli. Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund, sagði Vísir. Fram á síðustu stundu leit út fyrir að Icelandair-menn myndu velja Airbus. „Já, voru mjög nálægt því. Sjá örugglega eftir því í dag. Það hefði verið hárrétt ákvörðun á þeim tíma. Þannig að við fengum mjög góða þjónustu, alveg frá fyrsta degi, á hæsta stigi,“ segir Skúli, en í þættinum segir hann frá því þegar Airbus kvittaði upp á það að nýstofnað sprotafyrirtækið Wow Air fengi lánsfjármögnun til að kaupa fjórar Airbus-flugvélar á betri eða jafngóðum lánakjörum og íslenska ríkið naut. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, með líkan af Airbus A321neo við hlið sér.Einar Árnason Rekstur Play reis á grunni þeirrar reynslu sem byggst hafði upp innan Wow í rekstri Airbus A320-flugvéla. Það var því rökrétt hjá Play að velja þá tegund. „Þetta er alveg klárlega vélin sem hentar best í það sem við erum að gera,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „Mér heyrist nú fleiri vera að komast á þá skoðun að þetta sé rétta vélin. Við náðum að velja þetta strax. Aðrir finna út úr þessu síðar,“ segir Einar Örn. Hér má sjá tíu mínútna kafla úr þættinum: Fjallað er um Airbus-þotur í rekstri íslensku flugfélaganna í þessum níunda þætti Flugþjóðarinnar á Stöð 2. Þátturinn verður endursýndur á Stöð í dag, sunnudag, klukkan 17:45. Hér má sjá upphafsmínútur þáttarins: Í næsta þætti Flugþjóðarinnar, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld 8. apríl, verður fjallað um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg allt frá því Loftleiðir komu sér þar upp starfsstöð vegna Ameríkuflugsins.
Flugþjóðin Airbus Boeing WOW Air Play Icelandair Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40 Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11 Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Tímamót urðu í sögu Icelandair þegar félagið fékk afhenta sína fyrstu Airbus-þotu undir lok síðasta árs. Aldrei fyrr hafði það gerst í sögu þessa stærsta flugfélags Íslendinga að það keypti nýja farþegaþotu frá öðrum framleiðanda en Boeing. 3. apríl 2025 20:40
Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Þegar flugmenn færast af Boeing-þotum yfir á Airbus verður ein grundvallarbreyting á starfi þeirra. Þeir hafa ekki lengur flugstýri heldur þurfa að stýra flugvélinni með pinna. 2. apríl 2025 11:11
Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Boeing-verksmiðjurnar hættu smíði 757-þotunnar árið 2004, þeirrar flugvélartegundar sem byggði upp Icelandair. Boeing hefur til þessa ekki getað boðið flugfélögum upp á annan valkost sem getur algerlega komið í staðinn fyrir 757-vélina. 30. mars 2025 14:30
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44