Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2025 13:52 Steinninn er fallinn á hliðina og liggur Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. Sif Sumarliðadóttir hlaupari fór upp á Esjuna með tveimur vinkonum sínum, Ragnheiði og Þóru Bríeti, í morgun og rak þá augun í að Steinninn hefði skriðið úr stað. „Skiltið vísar niður núna og kassinn liggur þvert. Það er eins og hann hafi bara farið á hvolf af syllunni,“ segir Sif sem velti fyrir sér hvort þetta tengdist skjálftum síðustu daga eða væri almenn skriða. „Manni sýnist eins og hann sé ekkert að fara lengra, mér finnst það nú ekki en hvað veit maður,“ segir hún. Fari hann á frekari hreyfingu taldi hún líklegra að hann færi niður í dalinn frekar en niður gönguleiðina. Tíð ummyndunarferli á vorin Ríkisútvarpið fjallaði um halla Steins fyrir sjö árum og sagði Ófeigur Sigurðsson, sem gekk þá daglega upp á Esjuna, að halli hans hefði aukist töluvert. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um stígagerð á Esju, var ekki búin að frétta af falli steinsins. Hún segir að Skógræktarfélagið þurfi að kanna málið betur áður en hægt verður að segja til um næstu skref. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af falli Steins þegar fréttastofa hafði samband.Vísir/Einar „Við förum á hverju vori, lokum fjallinu og köstum niður grjóti sem er líklegt að fari. Þannig nú fer að koma sá tími aftur að við þurfum að kíkja á það,“ sagði hún. Þannig séð væri alveg viðbúið að steinninn hreyfðist í ljósi tíðarfarsins. „Það eru tíð ummyndunarferli á Íslandi, frost og þíður. Þetta er í rauninni bara skriða á fjallinu og þessi steinn er einn af þeim sem hefur fært sig eitthvað neðar,“ sagði Auður. Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Sif Sumarliðadóttir hlaupari fór upp á Esjuna með tveimur vinkonum sínum, Ragnheiði og Þóru Bríeti, í morgun og rak þá augun í að Steinninn hefði skriðið úr stað. „Skiltið vísar niður núna og kassinn liggur þvert. Það er eins og hann hafi bara farið á hvolf af syllunni,“ segir Sif sem velti fyrir sér hvort þetta tengdist skjálftum síðustu daga eða væri almenn skriða. „Manni sýnist eins og hann sé ekkert að fara lengra, mér finnst það nú ekki en hvað veit maður,“ segir hún. Fari hann á frekari hreyfingu taldi hún líklegra að hann færi niður í dalinn frekar en niður gönguleiðina. Tíð ummyndunarferli á vorin Ríkisútvarpið fjallaði um halla Steins fyrir sjö árum og sagði Ófeigur Sigurðsson, sem gekk þá daglega upp á Esjuna, að halli hans hefði aukist töluvert. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sem sér um stígagerð á Esju, var ekki búin að frétta af falli steinsins. Hún segir að Skógræktarfélagið þurfi að kanna málið betur áður en hægt verður að segja til um næstu skref. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af falli Steins þegar fréttastofa hafði samband.Vísir/Einar „Við förum á hverju vori, lokum fjallinu og köstum niður grjóti sem er líklegt að fari. Þannig nú fer að koma sá tími aftur að við þurfum að kíkja á það,“ sagði hún. Þannig séð væri alveg viðbúið að steinninn hreyfðist í ljósi tíðarfarsins. „Það eru tíð ummyndunarferli á Íslandi, frost og þíður. Þetta er í rauninni bara skriða á fjallinu og þessi steinn er einn af þeim sem hefur fært sig eitthvað neðar,“ sagði Auður.
Esjan Reykjavík Fjallamennska Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira