„Orkustigið var skrítið út af okkur“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 6. apríl 2025 22:00 Pétur Rúnar Birgisson er leikmaður Tindastóls. Vísir/Jón Gautur Tindastóll vann Keflavík 93-96 í æsispennandi leik í kvöld. Tindastóll leiðir því einvígið 2-0 en Andri Már Eggertsson var mættur að taka viðtöl og náði á Pétri Rúnar Birgissyni strax eftir leik og spurði hvað það var sem skóp sigurinn. „Það eru líklegast einhver stór skot sem falla og falla ekki, svo náum við bara einhvernvegin í lokin að halda orkustiginu og þvinga þá í erfið skot. Igor fékk einhver skot sem við viljum alls ekki þarna undir restina. Orkustigið undir restina og að klára leikinn á vítunum kláraði þetta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Í fyrri hálfleik voru menn mikið að skiptast á körfum og hvorugt lið sem náði einhverju forskoti. Pétur var sammála þeirri staðhæfingu en bætti við að það var í raun út allan leikinn. „Við byrjum þriðja leikhlutann á góðu áhlaupi og mér leið mjög vel þá en þeir svöruðu bara strax. Svo hélst leikurinn bara að mig minnir í 50-50. Við skiptumst örugglega ansi oft á forystu, og bæði lið að setja niður stór skot á milli. Ég var bara mjög ánægður með orkustigið og að vinna loksins útileik. Það er langt síðan við unnum útileik síðast og ég er ánægður með að taka þetta heim.“ Stemningin í Blue-höllinni var frábær og það var mikil læti. Ákefðin inn á vellinum speglaði það en það var nóg að gera hjá dómarateyminu. „Þetta var orðið svolítið ‘tense’ þarna í þriðja leikhluta, þegar þeir komu með áhlaupið á okkur þá fannst mér við bregðast illa við. Orkustigið í húsinu var skrítið út af okkur, við vorum of mikið að bregðast við einhverjum dómum. Mér fannst dómararnir höndla þetta bara mjög vel og við þurfum bara að vera betri að vera ekki svona tilfinningasamir alltaf þegar okkur finnst á okkur brotið. Það á bara að halda áfram með þetta.“ Pétur braut skynsamlega af sér í lok leiksins þegar Tindastóll var þremur stigum yfir en Andri spurði hann hvort það hafi verið skilaboð frá þjálfurunum. „Fyrir það var það ekki, en svo var ég að dekka Jaka hérna úti, þá fæ ég Benna í eyrað á mér að kalla: brjóttu, brjóttu, brjóttu. Síðan hefði ég viljað sleppa því, því að Jaka var bara að fara ‘posta’ mig hjá þriggja stiga línunni. En það heppnaðist þannig áfram gakk.“ Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
„Það eru líklegast einhver stór skot sem falla og falla ekki, svo náum við bara einhvernvegin í lokin að halda orkustiginu og þvinga þá í erfið skot. Igor fékk einhver skot sem við viljum alls ekki þarna undir restina. Orkustigið undir restina og að klára leikinn á vítunum kláraði þetta fyrir okkur.“ Sagði Pétur Í fyrri hálfleik voru menn mikið að skiptast á körfum og hvorugt lið sem náði einhverju forskoti. Pétur var sammála þeirri staðhæfingu en bætti við að það var í raun út allan leikinn. „Við byrjum þriðja leikhlutann á góðu áhlaupi og mér leið mjög vel þá en þeir svöruðu bara strax. Svo hélst leikurinn bara að mig minnir í 50-50. Við skiptumst örugglega ansi oft á forystu, og bæði lið að setja niður stór skot á milli. Ég var bara mjög ánægður með orkustigið og að vinna loksins útileik. Það er langt síðan við unnum útileik síðast og ég er ánægður með að taka þetta heim.“ Stemningin í Blue-höllinni var frábær og það var mikil læti. Ákefðin inn á vellinum speglaði það en það var nóg að gera hjá dómarateyminu. „Þetta var orðið svolítið ‘tense’ þarna í þriðja leikhluta, þegar þeir komu með áhlaupið á okkur þá fannst mér við bregðast illa við. Orkustigið í húsinu var skrítið út af okkur, við vorum of mikið að bregðast við einhverjum dómum. Mér fannst dómararnir höndla þetta bara mjög vel og við þurfum bara að vera betri að vera ekki svona tilfinningasamir alltaf þegar okkur finnst á okkur brotið. Það á bara að halda áfram með þetta.“ Pétur braut skynsamlega af sér í lok leiksins þegar Tindastóll var þremur stigum yfir en Andri spurði hann hvort það hafi verið skilaboð frá þjálfurunum. „Fyrir það var það ekki, en svo var ég að dekka Jaka hérna úti, þá fæ ég Benna í eyrað á mér að kalla: brjóttu, brjóttu, brjóttu. Síðan hefði ég viljað sleppa því, því að Jaka var bara að fara ‘posta’ mig hjá þriggja stiga línunni. En það heppnaðist þannig áfram gakk.“
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Axel heldur fast í toppsætið Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti