Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2025 09:03 Patrick Pedersen skoraði jöfnunarmark Vals gegn Vestra. Hér fagnar hann ásamt Kristni Frey Sigurðssyni. vísir/anton Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn. Fyrri hálfleikur í leik KA og KR var afar fjörugur. KR-ingar náðu forystunni á 11. mínútu þegar Luke Rae skoraði eftir slæm mistök Ívars Arnar Árnasonar, fyrirliða KA-manna. Á 24. mínútu jafnaði Ásgeir Sigurgeirsson fyrir KA eftir laglegan undirbúning Bjarna Aðalsteinssonar. Átta mínútum síðar kom Hans Viktor Guðmundsson heimamönnum yfir þegar hann skoraði eftir hornspyrnu. Á markamínútunni, þeirri 43., jafnaði Jóhannes Kristinn Bjarnason fyrir gestina með góðu langskoti og þar við sat. Lokatölur 2-2. KR-ingar kláruðu leikinn níu en Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson voru reknir af velli undir lokin. Rúnar Már Sigurjónsson tryggði ÍA sigur á Fram á Lambhagavellinum með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Lokatölur 0-1, Skagamönnum í vil. Á N1-vellinum á Hlíðarenda gerðu svo Valur og Vestri 1-1 jafntefli. Staðan í hálfleik var markalaus en í upphafi seinni hálfleiks skoraði Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, afar skrautlegt sjálfsmark. Á 65. mínútu jafnaði danski markahrókurinn Patrick Pedersen metin fyrir Val og tryggði sínum mönnum stig. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér fyrir ofan. Fyrstu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Víkingur tekur á móti ÍBV klukkan 18:00 á rás Bestu deildarinnar og klukkan 19:15 er komið að leik Stjörnunnar og FH á Stöð 2 Sport 5. Allir sex leikirnir í 1. umferðinni verða svo gerðir upp í Stúkunni klukkan 21:25 á Stöð 2 Sport 5. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik 2-0 Afturelding Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur 1-1 Vestri 16:15 KA 2-2 KR 19:15 Fram 0-1 ÍA Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5 Besta deild karla KA KR Fram ÍA Valur Vestri Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025. 6. apríl 2025 09:52 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leik KA og KR var afar fjörugur. KR-ingar náðu forystunni á 11. mínútu þegar Luke Rae skoraði eftir slæm mistök Ívars Arnar Árnasonar, fyrirliða KA-manna. Á 24. mínútu jafnaði Ásgeir Sigurgeirsson fyrir KA eftir laglegan undirbúning Bjarna Aðalsteinssonar. Átta mínútum síðar kom Hans Viktor Guðmundsson heimamönnum yfir þegar hann skoraði eftir hornspyrnu. Á markamínútunni, þeirri 43., jafnaði Jóhannes Kristinn Bjarnason fyrir gestina með góðu langskoti og þar við sat. Lokatölur 2-2. KR-ingar kláruðu leikinn níu en Aron Sigurðarson og Hjalti Sigurðsson voru reknir af velli undir lokin. Rúnar Már Sigurjónsson tryggði ÍA sigur á Fram á Lambhagavellinum með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 27. mínútu. Lokatölur 0-1, Skagamönnum í vil. Á N1-vellinum á Hlíðarenda gerðu svo Valur og Vestri 1-1 jafntefli. Staðan í hálfleik var markalaus en í upphafi seinni hálfleiks skoraði Orri Sigurður Ómarsson, varnarmaður Vals, afar skrautlegt sjálfsmark. Á 65. mínútu jafnaði danski markahrókurinn Patrick Pedersen metin fyrir Val og tryggði sínum mönnum stig. Mörkin úr leikjunum þremur má sjá hér fyrir ofan. Fyrstu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Víkingur tekur á móti ÍBV klukkan 18:00 á rás Bestu deildarinnar og klukkan 19:15 er komið að leik Stjörnunnar og FH á Stöð 2 Sport 5. Allir sex leikirnir í 1. umferðinni verða svo gerðir upp í Stúkunni klukkan 21:25 á Stöð 2 Sport 5. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik 2-0 Afturelding Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur 1-1 Vestri 16:15 KA 2-2 KR 19:15 Fram 0-1 ÍA Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 5. apríl 19:15 Breiðablik 2-0 Afturelding Sunnudagur 6. apríl 14:00 Valur 1-1 Vestri 16:15 KA 2-2 KR 19:15 Fram 0-1 ÍA Mánudagur 7. apríl 18:00 Víkingur R. - ÍBV (Stöð 2 BD) 19:15 Stjarnan - FH (Stöð 2 Sport 5) 21:25 Stúkan (Stöð 2 Sport 5
Besta deild karla KA KR Fram ÍA Valur Vestri Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025. 6. apríl 2025 09:52 Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025. 6. apríl 2025 09:52