Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 06:34 Markaðir í Kína tóku dýfu eins og annars staðar í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir. Vísir/EPA Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan. Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Kína tilkynnti í vikunni að þau ætluðu að setja 34 prósent tolla á vörur frá Bandaríkjunum eins og Bandaríkin ætla að gera við vörur frá þeim. Trump svaraði því svo í gær með því að tilkynna að tollar á Kína myndu þá hækka um 50 prósent myndi Kína ekki láta af sínum tollum. Hann gaf þeim frest út daginn í dag en hærri tollar taka gildi á morgun verði Kína ekki af tollahækkunum sínum. Þá sagði Trump sömuleiðis að öllum samningaviðræðum við Kína verði lokið hætti Kína ekki við. Í frétt Guardian um málið segir að staðan á asískum mörkuðum virtist hafa batnað örlítið í morgunsárið eftir erfiða síðustu daga í kjölfar tilkynningar Trump um tollahækkanir í síðustu viku. Traust hlutabréf í Kína hækkuðu um 0,7 prósent í gær, mánudag, sem er þó aðeins lítill hluti af þeim sjö prósentum sem þau féllu um sama dag. Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu um tvö prósent eftir að kauphöllin þar átti sinn versta dag síðan 1997 samkvæmt frétt Guardian. Þar kemur einnig fram að hlutabréf í Bandaríkjunum hafi hækkað örlítið eftir að hafa hríðfallið síðustu daga. Þá kemur einnig fram að hlutabréf í Japan hafi hækkað um sex prósent og þannig aðeins jafnað sig en þau höfðu ekki verið lægri í 18 mánuði. Grunntollar Trump, 10 prósent, á flestar þjóðir tóku gildi um helgina en hækka svo á morgun og eru ólíkir eftir löndum. Kína er ekki eina landið sem hefur svarað þessum tollahækkunum. Evrópuráðið hefur lagt til að tollum Trump verði svarað með 25 prósenta tollum á ákveðnar vörur frá Bandaríkjunum, svo sem sojabaunir, hnetur, pylsur á sama tíma og þau hafa sagst tilbúin að ræða við Trump um að falla frá tollum geri hann það sama. Maros Sefcovic , viðskiptaráðherra Evrópusambandsins, sagði á ráðstefnu í vikunni að fyrr eða síðar myndu þau sitja við samningaborðið með Bandaríkjunum og finna einhverja leið til að málamiðla. Tollar hafa þegar verið hækkaði á ákveðnar vörur frá Evrópusambandinu, eins og bíla og málma. Á morgun, miðvikudag, hækka tollar svo á fleiri vörur. Trump hefur sömuleiðis hótað að hækka tolla á áfengi sem flutt er inn til Bandaríkjanna frá Evrópu. Markaðir í Taívan hríðféllu í gær. Lai Ching, forseti landsins, sagði í gær að þau væru tilbúin til samningaviðræðna og lagði til að tollar yrðu afnumdir og að Taívan myndi auka fjárfestingar í Bandaríkjunum. Leggja á 32 prósenta toll á innfluttar vörur frá Taívan.
Bandaríkin Kína Skattar og tollar Evrópusambandið Taívan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira