Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2025 11:00 Per-Mathias Högmo og hans menn voru teknir í bakaríið af Sandefjord með Stefán Inga Sigurðarson fremstan í flokki. Samsett/Getty/Sandefjord Eftir að Stefán Ingi Sigurðarson hafði farið illa með lið Molde í fyrradag sá þjálfari Molde, Per-Mathias Högmo, sig tilneyddan til að greiða kröfu frá ósáttum stuðningsmanni. Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark. Norski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Stefán Ingi skoraði tvö fyrstu mörk Sandefjord sem vann frábæran 3-0 sigur gegn Molde á sunnudaginn, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mörkin hans og fleiri hápunkta úr leiknum má sjá hér að neðan. Eftir leikinn var einn aðdáanda Molde sem ferðast hafði á leikinn svo ósáttur að hann krafði Högmo um 3.000 norskar krónur, eða hátt í 40 þúsund íslenskar krónur. Þá kröfu kveðst þjálfarinn hafa greitt, eftir að hafa ráðfært sig við konuna sína. „Já, það passar. Þegar ég kom heim hafði ég fengið skilaboð frá stuðningsmanni sem var á leiknum, sem var allt annað en sáttur. Hann sendi mér greiðslukröfu á Vipps og þá sagði Hilde konan mín: „Þetta finnst mér að þú ættir að borga!““ sagði Högmo við TV 2 í Noregi. Eftir greiðsluna fylgdu strax fleiri kröfur en Högmo lét nægja að borga í þetta eina sinn. „Það komu þrjár kröfur í viðbót. En þetta var sú eina sem ég greiddi,“ sagði Högmo og hló. Högmo hafði meðal annars verið orðaður við íslenska landsliðið í vetur, án þess þó að KSÍ boðaði hann nokkru sinni í viðtal, áður en hann var ráðinn til Molde. Eftir að hafa komist í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og fallið þar naumlega úr keppni í mars hefur Molde nú tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn og það án þess að skora mark.
Norski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira