Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. apríl 2025 12:02 Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Vinstri græn Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þrálátt stef og ofnotað er það um að menntun sé dýr þegar einmitt er mikilvægt að hún kosti eða öllu heldur sé fjármögnuð svo að vel sé að henni staðið. Fögur fyrirheit núverandi ríkisstjórnar um áherslu á menntamál virðast hafa verið innantómt gjálfur enda engin teikn á lofti um aukna fjármögnun eða annað uppbyggilegt og þarft tengt menntamálum heldur þvert á móti. Í nýrri fjármálaáætlun ríkissjóðs er varðar framhaldsskóla stendur meðal annars að leggja eigi áherslu á sókn í menntamálum, bæta umhverfi nemenda og kennara og styðja við skólakerfið. Að sérstaklega verði lögð áhersla á iðn- og verknám. Kveðið er auk þess á um aukinn fjölbreytileika í skólakerfinu, fjölga eigi nemendum í starfsnámi og efla stöðu þeirra á vinnumarkaði meðal annars með þvi að vinna náið með aðilum vinnumarkaðar. Ferðaþjónustan, ein okkar stærsta atvinnugrein sem dæmi, er einmitt mikilvægur starfsvettvangur og þar er sannarlega þörf á menntun er varðar jafnvægi og sjálfbærni. Auk þess þarf að taka tillit til náttúruverndar og náttúruvár sem og mikilvægi menningarverðmæta sem meðal annars felast í umgengni í óbyggðum og ferðum um hálendið svo dæmi séu nefnd. Þarna er mikilvægt að tryggja öryggi ferðamanna og sjá til þess að upplifun þeirra af landi og þjóð sé jákvæð og heillarík og einmitt annað sem stjórnvöld hafa einsett sér (eða ekki) er að auka öryggi ferðamanna. Í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) má finna bæði grunn- og framhaldsnám í fjallamennsku. Nám sem tekur á öllum helstu greinum fjallamennskunnar sem meðal annars inniheldur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp. Námið samanstendur af verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi og er einstakt á landsvísu enda í því umhverfi sem ferðamenn sækja helst. Ráðuneyti menntamála segir námið dýrt og mikla áskorun að halda því úti í fámennum framhaldsskóla og því sé framtíð þess í skoðun. Hvernig stendur á því að ekki er stutt við slíkt nám? Nám sem er einmitt í því umhverfi sem nýtist því best. Af hverju þurfa skólar á landsbyggðinni stöðugt að vera í vörn og berjast fyrir tilverurétti sínum? Hvar er stóru orðin um fjölbreytt námsframboð og stuðning við verknám? Er það bara ef skólar eru á höfuðborgarsvæðinu? Er enginn málsvari landsbyggðanna á okkar háa Alþingi? Það er til skammar hverri þjóð að sinna menntun illa, að vinna að einsleitni hennar og draga svo úr fjármagni að einkavæðing á greiðari leið okkur öllum til vansa. Þá verður nám aðeins fyrir útvalin og þau efnameiri. Menntun á að vera fjölbreytt svo öll geti fundið sér eitthvað við hæfi og þannig eflt sig sem manneskjur og þjóðfélagsþegnar. Menntun á og má kosta! Höfundur er leik- og grunnskólakennari og ritari VG.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun