‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar 8. apríl 2025 12:02 Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Og þá meina ég orðið ‘vók’. Það er nefnilega fátt sem gerir uppbyggileg samskipti erfiðari en það þegar fólk skilur ekki orð á sama hátt. Eitt svæsnasta dæmið um slíkt orð á síðari árum er ‘vók’ (e. woke). Það er að mínu viti nýjasta tilraun harða hægrisins til þess að stjórna orðræðunni um sína andstæðinga. Ég veit að þeir bjuggu ekki orðið til, en þeir völdu það sérstaklega, eitt af af ótal orðum sem fólk notar, og gerðu það að aðal-merkimiðanum yfir alla andstæðinga sína, og létu upprunanlegu skilgreininguna gleymast. Fyrri tilraunir til slíkrar stjórnunar á því hvernig andstæðingar þeirra eru skilgreindir erlendis eru til dæmis ‘Political correctness’ (pólitísk rétthugsun), ‘social justice warrior’(réttlætisriddari) og á íslandi má nefna ‘góða fólkið’ og ‘latte-lepjandi lopatreflar’ Grunn vandamálið er að það er aldrei skilgreint nákvæmlega hvað ‘vók’ þýðir, það er mjög þægilegt fyrir þau sem nota það mest, þá geta sem flestir notað það eftir sínu höfði. Fyrir einhverjum sem eru á móti ‘vók’ þýðir það að þeim finnst réttindabarátta hinsegin fólks hafa gengið of langt, og sjá þetta á síðari árum sérstaklega sem andstöðu við trans fólk. Donald Trump og Elon Must eru gott dæmi um það. Fyrir öðrum snýst þetta meira um andstöðu við baráttu gegn loftslagsbreytingum, andstöðu við kvenréttindi eða femínisma, trúleysi, jafnvel borgarlínu hefur verið lýst af sumum sem ‘vók’. Ef ég geri hins vegar góða tilraun til að skilja rétt þau sem ganga þó lengst í að skilgreina það, í sinni andstöðu, má kannski lýsa því þannig að þau sjái ‘vók’ sem pólitískan rétttrúnað, innihaldslausa gervi-hugsjónamennsku og dygðaskreytingu, og sem einhvers konar hugmyndafræði skoðanakúgunar eða slaufunar, en ég kannast ekki við að nein af þeim sem eru iðulega orðuð við ‘vók’ið vilji skoðanakúgun. Málið er nefnilega að fólkið sem er kallað ‘vók’ kallar sig það ekki sjálft, nema mögulega á allra síðustu misserum í einhverjum mótþróa, til að endurheimta orðið. Ef ég reyni að skilja orðið frá mínum bæjardyrum, þá þýðir það bara að sýna fólki virðingu, kunna að meta fjölbreytileika, og vera vakandi fyrir óréttlæti og tilbúin til að berjast gegn því. Þetta er orð sem er einfaldlega valið af harðasta hægrinu erlendis til þess að lýsa okkur, af því það hjálpar þeim að lýsa okkur í sem neikvæðastri mynd, sem þeir stjórna. Við sem erum kölluð ‘vók’ veljum okkur það ekki sjálf, það eru andstæðingar okkar sem velja það, og af því þeir velja hver það eru sem eru holdgervingar ‘vóksins’ hverju sinni, þá geta þeir valið erfiðustu dæmin, frekasta fólkið, þau sem hafa verstan málstað, fara harðast fram eða hafa minnstan sjarma. Önnur og jákvæðari dæmi eru ekki að velja sig sjálf inn í mengið, af því þeir stjórna því og við hugsum ekki um okkur sjálf þannig. Ég kalla mig nefnilega ekki ‘vók’, nema mögulega í einhverjum samtölum þar sem við förum vel yfir skilgreininguna. En í augum almennings er ég örugglega ein skýrasta birtingarmyndin, fjölmenningarsinnuð trans kona, Pírati, Star Trek nörd, femínisti, jafnréttissinni, einhver sem berst gegn loftslagsbreytingum. En ég er ekki fylgjandi skoðanakúgun, ég vil ekki banna fólki að hafa skoðanir eða tjá þær, þó ég vissulega áskilji mér rétt til að vera ósammála og tjá mig um það. Ef það er orðið skoðanakúgun að vera opinberlega ósammála skoðun sem er viðruð opinberlega, þá veit ég í alvöru ekki hvert við erum komin. Ég vil ekki troða mínum einkamálum ofan í kokið á fólki, en ég vil fá að vera ég, og ég vil að fólk sem er leitandi hafi aðgang að upplýsingum. Það er algjört höfuð atriði, ef við ætlum að eiga uppbyggilegt pólitískt samtal sem einhverju skilar, að við vitum hvað fólk er að reyna að segja við okkur. Ef kjósendur vilja senda senda pólitíkinni skilaboð um að þau séu komin með nóg af t.d. slaufunarmenningu, þau vilji frekar tala um verðbólgu og heilbrigðiskerfið en flóttafólk eða loftslagsmál, þá er það ekki gott ef skilaboðin sem fólk heyrir í staðinn er að þau séu á móti jafnrétti fyrir trans fólk eða eitthvað annað. Það skiptir máli bæði svo að þau sem eru kölluð ‘vók’ viti hverju sé verið að hafna, ef svo ber undir, en ekki síður til þess að þeir sem básúna sig sem ‘and-vók’ viti hvaða umboð almenningur vill sannarlega veita þeim, ef þeim er á annað borð veitt umboð. Staðreyndin er að það hentar þeim sem nota orðið um sína andstæðinga alveg ofboðslega vel að hafa þetta orð illa skilgreint, þannig er auðveldara að fá sem flest með á móti sér, hvort sem það eru andstæðingar slaufunar, kvenréttinda, loftslagsaðgerða, trans fólks, covid aðgerða, svarts fólks, fólks með fötlun, skoðanakúgunar eða bara hvers sem er sem þeim dettur í hug hverja stundina, án þess að þurfa að takast á við það innbyrðis nákvæmlega hvað það þýði. Þá varðar nefnilega ekki um það að merking orða sé skýr, en þeir vita að okkur hin varðar um það, og þau treysta á að við eyðum orku í að reyna að fá það á hreint meðan þeir hlæja. Svo ég hvet okkur öll til þess að hætta bara að nota þetta orð, það er ekki gagnlegt, það er verkfæri þeirra sem hafa hag af því að orðræðan sé ónákvæm og óskýr. Segjum skýrt hvað það er sem við erum fylgjandi og hvað það er sem fer í taugarnar á okkur. Leyfum ekki innfluttu menningarstríði að stjórna okkar samtali. Höfundur er stjórnmálakona.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun