Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Siggeir Ævarsson skrifar 8. apríl 2025 18:16 Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur mættu með sópinn. Vísir/Anton Brink Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta með öruggm sigri á Tindastól. Rimman var aldrei spennandi og mættu Keflvíkingar með sópinn til leiks í kvöld. Tímabilið var undir hjá Stólunum í Blue-höllinni í kvöld þegar Keflavík tók á móti Tindastóli í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og því í lykilstöðu til að klára einvígið á heimavelli sem þær að lokum gerðu nokkuð sannfærandi. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en gestirnir voru að stóla mikið á þriggjastiga skot sem héldu þeim inni í leiknum til að byrja með en Keflvíkingar kláruðu fyrsta leikhluta með trukki og leiddu með ellefu stigum, 28-17. Keflvíkingar keyrðu muninn svo upp í 14 stig og það var engu líkara en gestirnir væru bara búnir að sætta sig við að fara snemma í sumarfrí. En þá var eins og einhver neisti kveiknaði og Stólarnir minnkuðu muninn í tvö stig á nokkrum mínútum. Keflvíkingar rifu sig aðeins í gang í kjölfarið og leiddu með sex stigum í hálfleik, 44-38. Það var engu líkara en Keflvíkingar væru bara að malla í lága drifinu og bara að eyða nákvæmlega jafn mikilli orku og þær þurftu en ekkert umfram það. Keflvíkingar settu svo loks í gírinn í þriðja leikhluta sem var þungur fyrir gestina en Stólarnir skoruðu aðeins ellefu stig gegn 20 og munurinn kominn upp í 15 stig. Þá hafði Rannveig Guðmundsdóttir einnig lokið leik með fimm villur á þeim tímapunkti. Heimakonur náðu svo að keyra muninn fljótlega yfir 20 stigin og þar með voru örlög nýliða Tindastóls svo gott sem ráðin. Lokatölur 88-58. Íslandsmeistarar Keflavíkur eru þar með fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit í nýliðar Tindastóls eru komnir í sumarfrí. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitt atvik úr þessum leik því hann var engin flugeldasýning. Augnablikið þegar Stólarnir minnkuðu muninn í tvö stig hefði getað orðið stórt en svo var bara allur vindur úr gestunum eftir það. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey hélt uppteknum hætti og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst en hún var með 30 stig að meðaltali í seríunni fyrir kvöldið í kvöld. Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 14. Hjá Stólunum var Randi Keonsha Brown stigahæst með 14 stig. Edyta Falenzcyk skoraði níu og reif niður 14 fráköst en heilt yfir var skotnýting Stólanna léleg eða 27 prósent og margar sóknir sem enduðu með lélegum skotum. Dómararnir Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson og Sófus Máni Bender dæmdu leikinn í kvöld og gerðu það ágætlega. Fundu góða línu þar sem leikurinn fékk að fljóta ágætlega og ég skynjað engan pirring í leikmönnum þó það væri stundum hart spilað en ekki alltaf dæmt. Stemming og umgjörð Það var afskaplega rólegt yfir stúkunni í Blue höllinni í kvöld og nóg af lausum sætum en stuðningsmenn Tindastóls voru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekki loku fyrir það skotið að stuðningsmenn beggja liða hafi verið búnir að bóka úrslitin fyrirfram. En hamborgararnir voru í það minnsta góðir og stólarnir í blaðamannastúkunni í Keflavík eru úr efstu hillu, svo að ég kvarta ekki. Viðtöl Israel Martín: „Frábær reynsla fyrir okkur og ég er ánægður fyrir hönd liðsins.“ Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur Israel Martín, þjálfari Tindastóls, bar höfuðið nokkuð hátt þrátt fyrir stórt tap í kvöld og kvaðst vera afar stoltur af sínu liði sem enginn hafði trú á í upphafi tímabils að hans sögn. „Ég vil byrja á að óska Keflavík til hamingju með sigurinn og með að vera komnar áfram. Ég held að Keflvíkingar séu bara í betra standi en við á þessum tímapunkti. Þær eru að smella saman á hárréttum tíma. Við gáfum þeim 20 góðar mínútur en þegar upp er staðið eru þær með meiri breidd og spila líkamlegri leik en við. Þegar allt er talið saman þá var þetta frábær reynsla fyrir okkur og ég er ánægður fyrir hönd liðsins.“ Israel var beðinn um að líta aðeins til baka og meta þetta tímabil nýliðanna í deildinni. „Þegar ég lít til baka til septembers þá hafði enginn trú á okkur. Fólk talaði um að við myndum ná í einn eða tvo sigra en við náðum í tíu og komumst í úrslitakeppnina. Við getum verið stolt af tímabilinu og sérstaklega af heimastúlkunum sem hafa tekið stór skref fram á við og ég vona að þær muni spila áfram fyrir Tindastól því þær hafa lagt mikið af mörkum og tekið framförum svo að ég er sérstaklega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Israel tók undir mikilvægi þess að fá ungar heimastúlkur til að spila með Tindastóli og það væri eitthvað til að byggja ofan á. „Algjörlega. Þegar ég kom til Tindastóls var planið einfalt. Að byggja upp samkeppnishæft lið í kringum heimastúlkur og að við getum svo byggt ofan á þann árangur sem við náum frá ári til árs.“ Sigurður Ingimundarson: „Þetta varð erfitt fyrir þær þegar leið á leikinn“ Sigurðar Ingimundarson er þjálfari Keflavíkurvísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki gera of mikið úr þeim mikla mun sem varð á liðunum í lokin en breiddin hafi haft mikið um það að segja hvernig leikurinn þróaðist þegar leið á. „Þrjátíu í endann en þetta var nú ekki þannig leikur. Í fyrri hálfleik fannst mér þær spila vel, sérstaklega í fyrsta leikhluta þá var kraftur í þeim og fleira. En ég er náttúrulega með töluverða breidd svo að þetta varð erfitt fyrir þær þegar leið á leikinn.“ Keflvíkingar virkuðu oft eins og það ætti eftir að skipta í réttan gír og Sigurður var ekki 100 prósent sáttur með orkustigið í leiknum, í það minnsta ekki framan af. „Það var ekkert frábært í fyrri hálfleik en ég var mjög ánægður með þær í seinni. Þær spiluðu frábæra vörn í öllum seinni hálfleik og það er ekkert auðvelt. Ég hrósa þeim bara mikið fyrir það.“ Það var þó einn aðili á bekknum hjá Keflavík sem var með orkustigið á yfirsnúningi allan leikinn, en það var aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson. Orkan hjá honum hlýtur að smita út frá sér? „Það er erfitt að gera það ekki. Hann er í stuði.“ - Sagði Sigurður og hló. Keflavík er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og Sigurður viðurkenndi að hann væri alls ekki farinn að hugsa um hverjir næstu andstæðingar verða. „Í fyrsta lagi í fyrramálið, jafnvel ekki fyrr en seinna, við bíðum bara og sjáum í rólegheitum.“ Bónus-deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta með öruggm sigri á Tindastól. Rimman var aldrei spennandi og mættu Keflvíkingar með sópinn til leiks í kvöld. Tímabilið var undir hjá Stólunum í Blue-höllinni í kvöld þegar Keflavík tók á móti Tindastóli í 8-liða úrslitum Bónus-deildar kvenna en Keflavík hafði unnið tvo fyrstu leikina í einvíginu og því í lykilstöðu til að klára einvígið á heimavelli sem þær að lokum gerðu nokkuð sannfærandi. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en gestirnir voru að stóla mikið á þriggjastiga skot sem héldu þeim inni í leiknum til að byrja með en Keflvíkingar kláruðu fyrsta leikhluta með trukki og leiddu með ellefu stigum, 28-17. Keflvíkingar keyrðu muninn svo upp í 14 stig og það var engu líkara en gestirnir væru bara búnir að sætta sig við að fara snemma í sumarfrí. En þá var eins og einhver neisti kveiknaði og Stólarnir minnkuðu muninn í tvö stig á nokkrum mínútum. Keflvíkingar rifu sig aðeins í gang í kjölfarið og leiddu með sex stigum í hálfleik, 44-38. Það var engu líkara en Keflvíkingar væru bara að malla í lága drifinu og bara að eyða nákvæmlega jafn mikilli orku og þær þurftu en ekkert umfram það. Keflvíkingar settu svo loks í gírinn í þriðja leikhluta sem var þungur fyrir gestina en Stólarnir skoruðu aðeins ellefu stig gegn 20 og munurinn kominn upp í 15 stig. Þá hafði Rannveig Guðmundsdóttir einnig lokið leik með fimm villur á þeim tímapunkti. Heimakonur náðu svo að keyra muninn fljótlega yfir 20 stigin og þar með voru örlög nýliða Tindastóls svo gott sem ráðin. Lokatölur 88-58. Íslandsmeistarar Keflavíkur eru þar með fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit í nýliðar Tindastóls eru komnir í sumarfrí. Atvik leiksins Það er erfitt að velja eitt atvik úr þessum leik því hann var engin flugeldasýning. Augnablikið þegar Stólarnir minnkuðu muninn í tvö stig hefði getað orðið stórt en svo var bara allur vindur úr gestunum eftir það. Stjörnur og skúrkar Jasmine Dickey hélt uppteknum hætti og skoraði 26 stig og tók 16 fráköst en hún var með 30 stig að meðaltali í seríunni fyrir kvöldið í kvöld. Sara Rún Hinriksdóttir kom næst með 14. Hjá Stólunum var Randi Keonsha Brown stigahæst með 14 stig. Edyta Falenzcyk skoraði níu og reif niður 14 fráköst en heilt yfir var skotnýting Stólanna léleg eða 27 prósent og margar sóknir sem enduðu með lélegum skotum. Dómararnir Jakob Árni Ísleifsson, Jón Þór Eyþórsson og Sófus Máni Bender dæmdu leikinn í kvöld og gerðu það ágætlega. Fundu góða línu þar sem leikurinn fékk að fljóta ágætlega og ég skynjað engan pirring í leikmönnum þó það væri stundum hart spilað en ekki alltaf dæmt. Stemming og umgjörð Það var afskaplega rólegt yfir stúkunni í Blue höllinni í kvöld og nóg af lausum sætum en stuðningsmenn Tindastóls voru nánast teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekki loku fyrir það skotið að stuðningsmenn beggja liða hafi verið búnir að bóka úrslitin fyrirfram. En hamborgararnir voru í það minnsta góðir og stólarnir í blaðamannastúkunni í Keflavík eru úr efstu hillu, svo að ég kvarta ekki. Viðtöl Israel Martín: „Frábær reynsla fyrir okkur og ég er ánægður fyrir hönd liðsins.“ Israel Martin er þjálfari Tindastólskvenna.Vísir/Jón Gautur Israel Martín, þjálfari Tindastóls, bar höfuðið nokkuð hátt þrátt fyrir stórt tap í kvöld og kvaðst vera afar stoltur af sínu liði sem enginn hafði trú á í upphafi tímabils að hans sögn. „Ég vil byrja á að óska Keflavík til hamingju með sigurinn og með að vera komnar áfram. Ég held að Keflvíkingar séu bara í betra standi en við á þessum tímapunkti. Þær eru að smella saman á hárréttum tíma. Við gáfum þeim 20 góðar mínútur en þegar upp er staðið eru þær með meiri breidd og spila líkamlegri leik en við. Þegar allt er talið saman þá var þetta frábær reynsla fyrir okkur og ég er ánægður fyrir hönd liðsins.“ Israel var beðinn um að líta aðeins til baka og meta þetta tímabil nýliðanna í deildinni. „Þegar ég lít til baka til septembers þá hafði enginn trú á okkur. Fólk talaði um að við myndum ná í einn eða tvo sigra en við náðum í tíu og komumst í úrslitakeppnina. Við getum verið stolt af tímabilinu og sérstaklega af heimastúlkunum sem hafa tekið stór skref fram á við og ég vona að þær muni spila áfram fyrir Tindastól því þær hafa lagt mikið af mörkum og tekið framförum svo að ég er sérstaklega ánægður fyrir þeirra hönd.“ Israel tók undir mikilvægi þess að fá ungar heimastúlkur til að spila með Tindastóli og það væri eitthvað til að byggja ofan á. „Algjörlega. Þegar ég kom til Tindastóls var planið einfalt. Að byggja upp samkeppnishæft lið í kringum heimastúlkur og að við getum svo byggt ofan á þann árangur sem við náum frá ári til árs.“ Sigurður Ingimundarson: „Þetta varð erfitt fyrir þær þegar leið á leikinn“ Sigurðar Ingimundarson er þjálfari Keflavíkurvísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki gera of mikið úr þeim mikla mun sem varð á liðunum í lokin en breiddin hafi haft mikið um það að segja hvernig leikurinn þróaðist þegar leið á. „Þrjátíu í endann en þetta var nú ekki þannig leikur. Í fyrri hálfleik fannst mér þær spila vel, sérstaklega í fyrsta leikhluta þá var kraftur í þeim og fleira. En ég er náttúrulega með töluverða breidd svo að þetta varð erfitt fyrir þær þegar leið á leikinn.“ Keflvíkingar virkuðu oft eins og það ætti eftir að skipta í réttan gír og Sigurður var ekki 100 prósent sáttur með orkustigið í leiknum, í það minnsta ekki framan af. „Það var ekkert frábært í fyrri hálfleik en ég var mjög ánægður með þær í seinni. Þær spiluðu frábæra vörn í öllum seinni hálfleik og það er ekkert auðvelt. Ég hrósa þeim bara mikið fyrir það.“ Það var þó einn aðili á bekknum hjá Keflavík sem var með orkustigið á yfirsnúningi allan leikinn, en það var aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Jón Halldór Eðvaldsson. Orkan hjá honum hlýtur að smita út frá sér? „Það er erfitt að gera það ekki. Hann er í stuði.“ - Sagði Sigurður og hló. Keflavík er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og Sigurður viðurkenndi að hann væri alls ekki farinn að hugsa um hverjir næstu andstæðingar verða. „Í fyrsta lagi í fyrramálið, jafnvel ekki fyrr en seinna, við bíðum bara og sjáum í rólegheitum.“