Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 17:02 Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég held að við könnumst öll við augnablik og stundir þar sem náttúran talar. Ekki með orðum, heldur með þögn, hvin, skrjáfi, fuglasöng, hljóðum sem sökkva inn í vitundina. Það getur gerst á berangri á Ströndum, í grýttu hrauni á Reykjanesskaga, í ferskum ilminum af mosa eftir rigningu. Á slíkum stundum vitum við að landið hefur sögu að segja – ef við hlustum. Í nýlegri grein í Politiken er rætt við grænlensku fræðikonuna Vivi Vold, sem rannsakar hvernig náttúra og menning fléttast saman í grænlenskum veruleika og grænlenskri menningu. Hún talar um að sem fræðimaður hlusti hún á það sem náttúran hvíslar. Þessi orð sitja í mér. Þau minna mig á að náttúruvernd snýst ekki bara um lög, mótmæli og skýrslur – hún snýst líka um tengsl, næmi og minningar. Grænland og Ísland Vivi Vold lýsir því hvernig Grænlendingar sjá sjálfbærni ekki aðeins sem efnahagslegt verkefni, heldur ekki síður sem siðferðilega skyldu gagnvart forfeðrum, sögum og landinu sjálfu. Náttúran er ekki hlutlaus; hún geymir líf, hamingju, sorgir, og framtíð. Á Íslandi höfum við svipaða sögu að segja, en stundum gleymum við þessari dýpt. Við tölum um að vernda landið, en gleymum að spyrja: Hvað vill landið sjálft? Hvað segir það okkur í kyrrðinni? Við þurfum að gæta að þessari vídd í umræðunni um náttúruvernd á Íslandi. Að hlusta á landið og hafið í kring. Hugsum líka um sögu, menningu og sjálfsmynd. Við þurfum að hlusta eins og Vivi Vold hlustar – á það sem ekki er mælt í krónum eða kílóvöttum, heldur í samhengi, nærveru og minningum. Hún bendir á að landslagið í Grænlandi geymi hluti sem fólk hefur misst: tengsl, sögu, rætur. Hið sama á við hér. Þegar hraun rennur yfir óraskað svæði, glatast ekki bara plöntur og steinar – heldur hluti af því sem fólk tengdi við, hafðist við í, dró andann í. Þögn sem var. Skuggar minninga. Þegar virkjað er og vatn rennur yfir land og landslag breytist glatast líka rætur og minningar. Þegar votlendi er ræst fram glatast móar og lyng, mýrar og heimkynni fugla, söngur og sögur. Þessum megum við ekki gleyma. Hvernig breytum við okkar sýn á náttúruvernd? Við getum byrjað á einföldum hlutum. Gengið hægar um landið. Verið meðvituð um raddirnar í landslaginu. Látið sögur fólks og staða lifa í stefnumótun. Við getum spurt okkur sjálf: Hvaða landslag geymir minningarnar mínar? Hvaða fjöll, hvaða ár, hvaða fjara? Og, ef við höfum völd – hvort sem við erum ráðherrar, fræðimenn, foreldrar eða skólafólk – getum við spurt: Hvernig endurspegla gjörðir mínar og ákvarðanir virðingu við ræturnar og visku landsins? Ný náttúruvernd – gömul tengsl Íslensk náttúruvernd þarf ekki nýja hugmyndafræði – hún þarf að muna hvað hún vissi áður. Að náttúran er ekki hlutur eða hagstærð heldur líka hlustandi og miðlandi þáttur í menningunni og tilverunni. Vivi Vold sagði: „Þetta snýst ekki bara um hagfræði heldur líka um að muna ræturnar.“ Það á líka við hér. Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun