Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar 9. apríl 2025 09:01 Vegna umræðu drengs sem átti erfitt að finna sér vinnu þar sem sveinsbréf var honum fyrirstaða að fá vinnu vegna þess hann er í hærri launaflokki var notað orðalagið “Sveinspróf nánast orðið ónýtur pappír” langar mig að koma inn á vandamál sem setur stórt spurningamerki við meistaranám iðnaðarmanna. Ég hef rekið bílaverkstæði í að verða 6 ár, ég er menntaður sveinn og í eiganda hópnum með mér er menntaður meistari í bifvélavirkjun. Við fengum starfsleyfi 2019 og í allan þennan tíma og síðan við opnuðum þá hefur aldrei neinn af hinu opinbera beðið um að sjá þau réttindi sem við erum stoltir af enda sótt nám til þess að geta starfað við það sem við lærðum. Ég fylgdist með því fyrir um ári síðan að það opnaði fyrirtæki og auglýsir sig sem bílverkstæði. Ég frétti það frá eigandanum eftir að ég setti mig í samband við hann að þar væri enginn meistari í bifvélavirkjun en stálsmíðameistari ætlaði að skrifa upp á ef til þess kæmi hann væri samt ekki starfandi þar. Þetta vakti upp miklar efasemdir hjá mér. Ég fór að kanna hjá sýslumanni og heilbrigðiseftirlitinu og þetta verkstæði var komið með virkt starfsleyfi. Ég leitaðist eftir því hvort það hefði verið sýnt fram á meistararéttindi en það er ekki gert og þess ekki krafist. Það er bara kannað með mengunar varnir og svo ætlast til að menn vinni í góðri trú og fylgi lögunum. Svar við fyrirspurn minni til sýslumanns og heilbrigðs eftirlits: “Heilbrigðiseftirlitið gefur út starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði sem teljast undir þeirra svið.” Ég kannaði málið betur þar sem ég vildi vita hvaða stofnun sæi um eftirlitið á þessu. Vinnueftirlitið sem gaf mér hvað skýrast svar en þar er fylgst með réttingarverkstæðum en ekki neinum öðrum handiðnað. Þar var vísað í lög um handiðnað og kemur þar skýrt fram að til að reka slíkt fyrirtæki eru kröfur gerðar um að starfandi meistari skuli vera. 15. gr að þá varðar það sektum ef: Ef maður rekur [handiðnað], 1) án þess að hafa leyst leyfi, eða leyfir öðrum að reka [handiðnað] 1) í skjóli leyfis síns. Ef maður tekur að sér störf meistara, án þess að hafa leyst meistarabréf. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein Þá er það stóri gallinn í þessu öllu. Af hverju fær maður starfsleyfi þegar þessum mikilvægu kröfum er ekki fylgt? Það er kannað hvort mengunarvarnir séu í lagi en ekki hvort þeir sem ætla fara þjónusta fólk hafi nokkuð vit á hvað þeir eru að gera. Að gera við bíla rangt getur haft mjög alvarlegar afleiðingar eins og valdið slysum á fólki eða miklum tjóni. Það er ekki kannað með þetta því það þarf að tilkynna mögulegt brot til lögreglu og þeir rannsaka hvort meistari sé á staðnum og hann uppfylli kröfur. [Sýslumenn] 3) skulu staðfesta réttmæti gagna um starf og starfsþjálfun eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmd þessara ákvæða. Ágreining um rétt má bera undir ráðherra og enn fremur leita úrskurðar dómstóla.] 4) Ég bara spyr mig hefur lögreglan ekki allt annað betra að gera en að fylgja svona málum eftir sérstaklega þegar það er bara hægt að biðja um þessi gögn við gerð starfsleyfis gerðar og svo vinnu eftir litið fylgst með að það sé maður á staðnum sem er meistari? Eins og ferlið er núna eru og verða alltof mörg fyrirtæki sem starfa ekki innan laga um handiðnað í örugglega alltof mörgum greinum. Til að koma aftur á punktinn í byrjun í máli þessa drengs sem setti spurningamerki við sveinsbréfið hans, vill ég líka setja spurningarmerki við meistara réttindi. Það væri gáfulegast fyrir mig að opna Bílaverkstæði ólærður og verið 6 árum á undan þeim sem eyddu tíma sínum í nám og tilheyrandi tekju missi. Því það er alveg á hreinu að lögreglan hefur engan tíma í eftirfylgni á þessu og því þarf að breyta. Höfundur er bifvélavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Vegna umræðu drengs sem átti erfitt að finna sér vinnu þar sem sveinsbréf var honum fyrirstaða að fá vinnu vegna þess hann er í hærri launaflokki var notað orðalagið “Sveinspróf nánast orðið ónýtur pappír” langar mig að koma inn á vandamál sem setur stórt spurningamerki við meistaranám iðnaðarmanna. Ég hef rekið bílaverkstæði í að verða 6 ár, ég er menntaður sveinn og í eiganda hópnum með mér er menntaður meistari í bifvélavirkjun. Við fengum starfsleyfi 2019 og í allan þennan tíma og síðan við opnuðum þá hefur aldrei neinn af hinu opinbera beðið um að sjá þau réttindi sem við erum stoltir af enda sótt nám til þess að geta starfað við það sem við lærðum. Ég fylgdist með því fyrir um ári síðan að það opnaði fyrirtæki og auglýsir sig sem bílverkstæði. Ég frétti það frá eigandanum eftir að ég setti mig í samband við hann að þar væri enginn meistari í bifvélavirkjun en stálsmíðameistari ætlaði að skrifa upp á ef til þess kæmi hann væri samt ekki starfandi þar. Þetta vakti upp miklar efasemdir hjá mér. Ég fór að kanna hjá sýslumanni og heilbrigðiseftirlitinu og þetta verkstæði var komið með virkt starfsleyfi. Ég leitaðist eftir því hvort það hefði verið sýnt fram á meistararéttindi en það er ekki gert og þess ekki krafist. Það er bara kannað með mengunar varnir og svo ætlast til að menn vinni í góðri trú og fylgi lögunum. Svar við fyrirspurn minni til sýslumanns og heilbrigðs eftirlits: “Heilbrigðiseftirlitið gefur út starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði sem teljast undir þeirra svið.” Ég kannaði málið betur þar sem ég vildi vita hvaða stofnun sæi um eftirlitið á þessu. Vinnueftirlitið sem gaf mér hvað skýrast svar en þar er fylgst með réttingarverkstæðum en ekki neinum öðrum handiðnað. Þar var vísað í lög um handiðnað og kemur þar skýrt fram að til að reka slíkt fyrirtæki eru kröfur gerðar um að starfandi meistari skuli vera. 15. gr að þá varðar það sektum ef: Ef maður rekur [handiðnað], 1) án þess að hafa leyst leyfi, eða leyfir öðrum að reka [handiðnað] 1) í skjóli leyfis síns. Ef maður tekur að sér störf meistara, án þess að hafa leyst meistarabréf. Ef maður rekur löggilta iðngrein, án þess að hafa meistara til forstöðu. Ef maður kennir sig í starfsheiti sínu við löggilta iðngrein Þá er það stóri gallinn í þessu öllu. Af hverju fær maður starfsleyfi þegar þessum mikilvægu kröfum er ekki fylgt? Það er kannað hvort mengunarvarnir séu í lagi en ekki hvort þeir sem ætla fara þjónusta fólk hafi nokkuð vit á hvað þeir eru að gera. Að gera við bíla rangt getur haft mjög alvarlegar afleiðingar eins og valdið slysum á fólki eða miklum tjóni. Það er ekki kannað með þetta því það þarf að tilkynna mögulegt brot til lögreglu og þeir rannsaka hvort meistari sé á staðnum og hann uppfylli kröfur. [Sýslumenn] 3) skulu staðfesta réttmæti gagna um starf og starfsþjálfun eftir að viðkomandi félagi iðnaðarmanna, m.a. landssamtökum meistara og sveina, hefur verið gefinn kostur á að segja álit sitt. Lögreglustjórar hafa eftirlit með framkvæmd þessara ákvæða. Ágreining um rétt má bera undir ráðherra og enn fremur leita úrskurðar dómstóla.] 4) Ég bara spyr mig hefur lögreglan ekki allt annað betra að gera en að fylgja svona málum eftir sérstaklega þegar það er bara hægt að biðja um þessi gögn við gerð starfsleyfis gerðar og svo vinnu eftir litið fylgst með að það sé maður á staðnum sem er meistari? Eins og ferlið er núna eru og verða alltof mörg fyrirtæki sem starfa ekki innan laga um handiðnað í örugglega alltof mörgum greinum. Til að koma aftur á punktinn í byrjun í máli þessa drengs sem setti spurningamerki við sveinsbréfið hans, vill ég líka setja spurningarmerki við meistara réttindi. Það væri gáfulegast fyrir mig að opna Bílaverkstæði ólærður og verið 6 árum á undan þeim sem eyddu tíma sínum í nám og tilheyrandi tekju missi. Því það er alveg á hreinu að lögreglan hefur engan tíma í eftirfylgni á þessu og því þarf að breyta. Höfundur er bifvélavirki.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun