Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ég verð að lýsa yfir miklum áhyggjum af þeim tillögum sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram í fjölmiðlum, sér í lagi að það komi til að greina að vista fólk saman í fangaklefum, sem ég reyndar hef ekki heyrt þetta frá ráðherra sjálfum komið heldur aðeins í fyrirsögn í fjölmiðli. Eins hef ég miklar áhyggjur af því að framkvæmdir við nýtt fangelsi dragist verulega. Samkvæmt þeim miðli á dómsmálaráðherra að hafa sagt á dögunum að ráðherra horfi til Svíþjóðar og að þar tíðkist að vista tvo fanga saman í klefa. Ég vil benda ráðherranum á að slíkir fangaklefar í Svíþjóð eru hannaðir með það að leiðarljósi að tveir fangar geti verið vistaðir þar saman. Ísland hefur ekki yfir að ráða fangaklefum sem eru þannig hannaðir og að áður hefur verið hætt við slíkar hugmyndir hér á landi fyrir þó nokkuð mörgum árum vegna þess að framkvæmdin myndi brjóta gegn mannréttinda- og heilbrigðisviðmiðum, þ.m.t. evrópsku fangelsisreglunum. Engir klefar hér á landi uppfylla skilyrði þess að vista megi þar tvo fanga í einu og mun Afstaða algjörlega leggjast harðlega á móti slíkum pælingum. Að öðru leyti tek ég undir með ráðherra um mikilvægi þess að leysa þann vanda sem uppi er í íslensku fangelsiskerfi. Þannig er ótækt að fólk sem hvorki hefur verið ákært né dæmt sé vistað í fangelsum á meðan það bíður brottvísunar úr landi eftir að hafa verið synjað um hæli. Stjórnvöld verða að koma á fót raunverulegum brottfararúrræðum, eins og áður hefur verið boðað en aldrei framkvæmt. Að nota fangelsi í þessum tilgangi hefur lengi verið gagnrýnt og nú blasir við að þessi tilhögun leiðir til þess að dómar fyrnast. Þá eru fangelsin uppfull af erlendu fólki sem hafa verið svokölluð“burðardýr“ og fá mjög stutta dóma og þurfa ekki að vera í fangelsi og ef þau væri íslensk væri þau ekki í fangelsi og myndi afplána í samfélagsþjónustu. Þá vil ég minna ráðherra á að fangelsið á Hólmsheiði var upphaflega ætlað sem gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökufangelsi. Í dag er það notað fyrir flest annað en gæsluvarðhaldsfanga, s.s. konur, ungmenni, hælisleitendur og afplánunarfanga. Ég segi það enn og aftur að við verðum að halda áfram með heildarendurskoðun fullnustumála og það eru til lausnir í fangelsismálum hér á landi og þær felast ekki í tvímönnun í fangaklefa, að vista saklaust fólk í fangelsi eða að klína öllum hópum saman í sama húsnæði. Það sem vantar er vilji til að hlusta á sérfræðinga í málaflokknum, stöðugleiki í dómsmálaráðuneytinu, vilji til umbóta og raunveruleg virðing fyrir mannréttindum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar