Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. apríl 2025 18:47 Þórey Anna Ásgeirsdóttir fagnar einu af átta mörkum sínum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir erfiðan og krefjandi undirbúning og tómar stúkur á Ásvöllum í kvöld þá náðu stelpurnar að þjappa sér vel saman og keyra yfir andstæðinginn. Tíu marka munur í leikhléi. Það gaf aðeins á bátinn í upphafi seinni hálfleiks en stelpurnar náðu vopnum sínum á ný og kláruðu verkefnið fagmannlega. Einfaldlega miklu betra lið. Elín Jóna var frábær í markinu í fyrri hálfleik og hornastelpurnar Þórey Anna og Dana Björg óstöðvandi og refsuðu ítrekað. Nánast allir leikmenn liðsins lögðu hönd á plóginn. Auðvitað ekki gallalaus leikur en við því er sjaldan að búast og hvað þá við þessar aðstæður. Hrós á stelpurnar fyrir að gera eins vel og þær gerðu í þessum aðstæðum. Þær munu fara verðskuldað á HM. Þessum leik gleymir líklega enginn af þeim sem voru í húsinu í kvöld enda stemning og aðstæður sem eru fáséðar. Fyrir leik var allt með kyrrum kjörum. Fáir mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega. Lögreglan gat drukkið kaffi í rólegheitum. Eitthvað gerðist aftur á móti um miðjan seinni hálfleik því þá voru einhverjir aðilar farnir að sparka í eina hurðina fyrir aftan annað markið. Þar sem áhorfendur voru engir þá glumdu spörkin um allt húsið. Líklega fannst fæstum það þægilegt enda hafði enginn hugmynd um hvað væri að gerast fyrir utan og hvort það tækist að sparka upp hurðinni. Öskur og læti Þessi spörk stóðu yfir nánast til loka leiksins og fólkið í salnum var farið að spyrja sig að því hvar lögreglan væri eiginlega? Er spörkin hættu rétt fyrir leikslok mátti heyra öskur að utan. Leikurinn var aldrei stöðvaður en það leyndi sér ekki að mörgum leikmönnum var brugðið. Margir litu ítrekað á hurðina er spörkin voru sem föstust. Þetta hafði klárlega truflandi áhrif. Í von um að trufla leikmenn sem minnst var brugðið á það ráð að hækka í tónlistinni. Síðustu 20 mínúturnar voru því spilaðar með tónlist í gangi. Mér er það til efs að slíkt hafi nokkurn tímann áður gerst í landsleik í handbolta. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2025
Þrátt fyrir erfiðan og krefjandi undirbúning og tómar stúkur á Ásvöllum í kvöld þá náðu stelpurnar að þjappa sér vel saman og keyra yfir andstæðinginn. Tíu marka munur í leikhléi. Það gaf aðeins á bátinn í upphafi seinni hálfleiks en stelpurnar náðu vopnum sínum á ný og kláruðu verkefnið fagmannlega. Einfaldlega miklu betra lið. Elín Jóna var frábær í markinu í fyrri hálfleik og hornastelpurnar Þórey Anna og Dana Björg óstöðvandi og refsuðu ítrekað. Nánast allir leikmenn liðsins lögðu hönd á plóginn. Auðvitað ekki gallalaus leikur en við því er sjaldan að búast og hvað þá við þessar aðstæður. Hrós á stelpurnar fyrir að gera eins vel og þær gerðu í þessum aðstæðum. Þær munu fara verðskuldað á HM. Þessum leik gleymir líklega enginn af þeim sem voru í húsinu í kvöld enda stemning og aðstæður sem eru fáséðar. Fyrir leik var allt með kyrrum kjörum. Fáir mótmælendur sem mótmæltu friðsamlega. Lögreglan gat drukkið kaffi í rólegheitum. Eitthvað gerðist aftur á móti um miðjan seinni hálfleik því þá voru einhverjir aðilar farnir að sparka í eina hurðina fyrir aftan annað markið. Þar sem áhorfendur voru engir þá glumdu spörkin um allt húsið. Líklega fannst fæstum það þægilegt enda hafði enginn hugmynd um hvað væri að gerast fyrir utan og hvort það tækist að sparka upp hurðinni. Öskur og læti Þessi spörk stóðu yfir nánast til loka leiksins og fólkið í salnum var farið að spyrja sig að því hvar lögreglan væri eiginlega? Er spörkin hættu rétt fyrir leikslok mátti heyra öskur að utan. Leikurinn var aldrei stöðvaður en það leyndi sér ekki að mörgum leikmönnum var brugðið. Margir litu ítrekað á hurðina er spörkin voru sem föstust. Þetta hafði klárlega truflandi áhrif. Í von um að trufla leikmenn sem minnst var brugðið á það ráð að hækka í tónlistinni. Síðustu 20 mínúturnar voru því spilaðar með tónlist í gangi. Mér er það til efs að slíkt hafi nokkurn tímann áður gerst í landsleik í handbolta.