Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 12:56 Sólveig Anna segir framkomu borgarstarfsmannsins hafa verið til háborinnar skammar og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu; Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Facebook-færslu, að fulltrúi borgarinnar hafi á fundi vegna mygluvandamála í leiksskóla, harðneitað að túlkað yrði fyrir þá sem ekki skildu íslensku. Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“ Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira
Sólveig Anna segir um að ræða sanna sögu úr borginni en hún lætur ekki fylgja með um hvaða leiksskóla var að ræða né heldur nefnir hún fulltrúa borgarinnar sem var svona harður á meiningunni. Því hafnað alfarið að túlkað yrði „Í gær var haldinn fundur vegna mygluvandamála í leikskóla einum. Á fundinum voru stjórnendur, foreldrar, starfsfólk og í það minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg. Fólk spurði ýmissa spurninga og almennt var upplifunin sú að fulltrúar borgarinnar væru ekki nægilega vel undirbúnir.“ Sólveig Anna segir að á fundinum hafi verið bæði foreldrar og starfsmenn af erlendum uppruna. Einhver þeirra spurðu spurninga á ensku en sá fulltrúi borgarinnar sem sat fyrir svörum tilkynnti þá að fundurinn færi eingöngu fram á íslensku. „Þegar að fundargestir sögðust vera tilbúnir til að túlka var því hafnað af fulltrúa borgarinnar. Að þessum samskiptum loknum hunsaði hann allar spurningar sem að settar voru fram á ensku.“ Framkoma til háborinnar skammar Sólveig segir að sér hafi verið sagt frá þessu af trúnaðarmanni Eflingar á umræddum leikskóla, sem var ásamt starfsfólki afar brugðið vegna þessarar framkomu. „Þau upplifðu mikla vanvirðingu. Þau skilja ekki hversvegna ekki voru túlkar viðstaddir á fundinum.“ Sólveig segir framkomuna til háborinnar skammar, leiksskólar í Reykjavík séu fjölþjóðlegir. Þar starfi fólk með fjölbreyttan uppruna og þar dvelja börn alls staðar að úr heiminum. „Það er einfaldlega skylda starfsmanna að viðurkenna þessa staðreynd og vinna með fólki, hvort sem það talar íslensku eða ekki. Virðing og vinskapur gagnvart öllu starfsfólki og öllum foreldrum verður að vera til staðar. Annað gengur ekki.“
Reykjavík Leikskólar Innflytjendamál Mygla Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Sigríður Björk segir af sér Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Sjá meira