Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2025 14:40 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Veðurstofan hefur stórbætt vöktunarkerfi sitt síðan eldvirkni hófst á Reykjanesi að sögn fagstjóra. Reynslan sýni að hægt sé að vara við eldsumbrotum með nokkurra vikna fyrirvara. Hann segir ekkert nýtt í nýrri skýrslu um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem varað er við mögulegum eldsumbrotum og jarðskjálftum. Hins vegar sé um að ræða mikilvæga samantekt um mismunandi sviðsmyndir á svæðinu. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að aðlagast nýjum veruleika og undirbúa sig fyrir að takast á við afleiðingar eldgosa í nágrenni sínu vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Tjónið geti orðið gríðarlegt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur að í kjölfar þess að nýtt gosskeið sé hafið á Reykjanesskaga kenni sagan að flest eldstöðvakerfi skagans virkist sem eru í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Benedikt Ófeigsson fagstjóri á Veðurstofunni segir áhættu af kerfum í grennd við höfuðborgarsvæðið vel þekkta. Það séu því ekki nýjar upplýsingar sem komi fram í skýrslunni. Hún sé hins vegar mikilvæg samantekt. Hann segir að Veðurstofan hafi byrjað að vakta kerfin fyrir um fimm árum í upphafi goshrinunnar á Reykjanesi.. „Það kemur í raun ekkert nýtt fram í þessari skýrslu en þetta er mikilvæg samantekt. Hér á Veðurstofunni höfum við byggt upp mjög góð GPS og skjálfta vöktunarkerfinu á Reykjanesi síðan 2020,“ segir Benedikt. Hann segir að höfuðborgarsvæðinu stafi mestu hættu af Krýsuvíkurkerfinu. Veðurstofan vakti því það kerfi sérstaklega nú. „Kvikuinnskot gæti t.d. skotið sér að Heiðmörk. Búrfellsgjá er í Krýsuvíkurkerfinu og hraunrennsli þaðan gæti haft talsverð áhrif á höfuðborgarsvæðið. Vöktun okkar gengur út á að sjá þetta fyrir,“ segir hann. Hann segir að reynslan frá vöktun á Reykjanesskaga síðustu ár sýni að Veðurstofan geti sagt fyrir um eldgos einhverjum vikum áður en það kemur upp. „Þegar eldvirknin hófst þar sögðum við að von væri á eldgosi nokkrum vikum áður. Þannig að við eigum að geta séð með talsverðum fyrirvara áður en eldgos hefst. Það er hins vegar oft mikil óvissa um hvernig eldvirknin þróast,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira