Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 10. apríl 2025 10:46 Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun