Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Grunnskólar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun