Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2025 14:22 Alfreð Elíasson og Jóhannes Einarsson í veislu eftir aðalfund Loftleiða seint á sjöunda áratugnum. Það var á þessum tíma sem Alfreð fól Jóhannesi að finna Rolls Royce-flugvélunum nýtt hlutverk. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands vildi Alfreð að Jóhannes yrði forstjóri Flugleiða. Úr einkasafni Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér: Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 er fjallað um íslensku flugnýlenduna sem tók að myndast í Lúxemborg um miðjan sjötta áratuginn eftir að Findel-flugvöllur varð miðstöð Loftleiða á meginlandi Evrópu vegna Ameríkuflugsins. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að taka þotur í notkun 1970. Og Monsarnir eru hægt og rólega teknir úr notkun. Þá var það spurningin: Hvað á að gera við þá?“ segir Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, en hann er meðal viðmælenda þáttanna. Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, hafði árið 1969 falið einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, sem annaðist flotamál Loftleiða, að finna flugvélunum nýtt hlutverk. Rolls Royce 400 var opinbera heiti Loftleiða á Canadair CL-44 flugvélunum.Icelandair Á sama tíma var samgönguráðherra Lúxemborgar að leita leiða til að efla Findel-flugvöll. Sænskur skipakóngur, Christer Salen, hafði um líkt leyti viðrað hugmynd við Loftleiðamenn um fraktflugfélag en CL44-vélarnar höfðu upphaflega verið smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Jóhannes Einarsson lagði til að efnt yrði til þríhliða viðræðna. Þær leiddu til stofnunar Cargolux þann 4. mars árið 1970. Flugrekstrarleyfi fékkst 10. maí árið 1970 og fyrsta flugið undir merki Cargolux var farið daginn eftir. Kassarnir þrír í merki Cargolux tákna þessar þrjár upphaflegu stoðir félagsins. Flugvélarnar voru upphaflega smíðaðar til vöruflutninga og voru opnanlegar að aftan. Loftleiðavélin Þorvaldur Eiríksson, TF-LLJ, var fyrsta flugvél Cargolux.Cargolux Fyrstu flugvélina, gömlu Loftleiðavélina TF-LLJ, leigði Cargolux en félagið tók síðar yfir allar CL 44-vélar Loftleiða. Flugrekstrarskírteinið fékk Cargolux 10. maí árið 1970 og var fyrsta flugið undir merki Cargolux farið daginn eftir. Samningurinn um fimmtu flugvél Cargolux varð sögulegur því hún hafði skömmu áður brotlent á Kennedyflugvelli í New York í síðasta farþegafluginu fyrir Loftleiðir. Skiptar skoðanir voru innan Loftleiða um hvort ætti að rífa flugvélina en Jóhannes fékk því framgengt að hún yrði gerð upp. Hann samdi svo um flugvélina við Christer Salen á næturklúbbi í Lúxemborg og var samningurinn skrifaður á borðdúk í veitingasalnum. Loftleiðavélin Bjarni Herjólfsson á maganum á Kennedy-flugvelli vorið 1970. Hún var gerð upp og fór til Cargolux.Erla Hafrún Guðjónsdóttir „Ég vil segja að Jóhannes Einarsson er faðir Cargolux. Það er honum að þakka allt þetta sem er búið að gera enn þann dag í dag,“ segir Agnar Sigurvinsson, sem flutti ásamt fjölskyldu til Lúxemborgar árið 1966 til að vinna sem flugvirki hjá Loftleiðum. Agnar starfaði síðar sem flugvélstjóri á Boeing 747-þotum Cargolux. Hér má sjá tíu mínútna myndskeið úr þættinum: Þetta var fyrri þáttur af tveimur um íslensku flugnýlenduna í Lúxemborg. Seinni þátturinn verður sýndur á Stöð 2 næstkomandi þriðjudagskvöld. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér er kynningarstikla þáttanna: Ítarlegt viðtal var við Jóhannes Einarsson á Stöð 2 árið 2017, sem sjá má hér:
Flugþjóðin Lúxemborg Icelandair Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. 22. mars 2025 16:44
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Sagan af ráðherranum sem kom inn í viskí-mettaðan flugstjórnarklefann, af jólatrénu sem festist á stélinu og af magalendingu Loftleiðavélarinnar í New York eru meðal þeirra sem flugfólk deilir með okkur. 13. október 2024 09:09