Fótbolti

Hrædd vegna á­standsins og þorði ekki í lands­leikina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deyna Castellanos spilar með liði Portland Thorns  í NWSL deildinni í Bandaríkjunum en var áður hjá Bay FC.
Deyna Castellanos spilar með liði Portland Thorns  í NWSL deildinni í Bandaríkjunum en var áður hjá Bay FC. Getty/Eakin Howard/

Knattspyrnukonan Deyna Castellanos er framherji bandaríska liðsins Portland Thorns en um leið er hún lykilmaður venesúelska landsliðsins.

Castellanos er líka ein af mörgum erlendu leikmönnum bandarísku atvinnumannadeildarinnar NWSL sem óttast mikið stöðuna í innflytjendamálum í Bandaríkjunum.

Landsliðskonan vildi ekki að yfirgefa Bandaríkin af ótta af það að henni verði ekki hleypt aftur inn í landið.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hert allar reglur við landamærin og er með það höfuðmarkmið að úthýsa ólöglegum innflytjendum.

Mörg lönd hafa líka verið sett á svartan lista þar sem ríkisborgurum þaðan er bannað að koma inn í Bandaríkin.

Castellanos tók ekki þátt í þessum landsliðsglugga og missti því af landsleikjum Venesúela við Panama. Hún þorði ekki að yfirgefa Bandaríkin vegna ástandsins.

„Ég get farið heim en ég veit ekki hvort ég geti snúið aftur. Ég er hrædd vegna ástandsins og öll þessi óvissa er ógnvekjandi. Ekki bara fyrir mig heldur einnig fyrir aðra leikmenn í deildinni,“ sagði Deyna Castellanos.

„Ég er mjög leið yfir því að geta ekki komið til móts við landsliðið að þessu sinni. Ég held samt að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að vera bara hér. Aðalástæðan er að gera verið hér áfram og fá að spila áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Castellanos.  Hún veit ekki hvenær hún þorir að fara heim til Venesúela.

Fullt af erlendum leikmönnum í NWSL deildinni tóku sömu ákvörðun og fóru ekki í landsleiki þjóða sinna.

Fjórar landsliðskonur Sambíu misstu þannig af leikjum þjóðar sinnar sem var að spila leiki í Kína. Leikmennirnir eru Barbra Banda, Prisca Chilufya og Grace Chanda,hjá Orlando Pride og Racheal Kundananji hjá Bay FC. Þær völdu allar að halda kyrru fyrir í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×