Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar 10. apríl 2025 19:00 Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Skoðanakannanir NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar