Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag 12. apríl birtist frétt á Vísi þar sem haft er eftir heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna að hann ætli sér að finna orsakir einhverfu þannig að hægt verði að útrýma henni. Nú get ég ekki orða bundist. Stórhættuleg afturhaldsstefna í Bandaríkjunum er á leiðinni upp á nýjar hæðir, eða ofan í nýjar lægðir. Fyrst barátta gegn trans fólki og hreinlega opinber stefna sem gengur út á að ráðast gegn hvers kyns fjölbreytileika. Kynseginleiki er ekki lengur viðurkenndur heldur er fólki gert að fara ofan í boxið karl eða kona. Nú ætlar heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sum sé að útrýma þessum faraldri einhverfu eins og það er orðað (e. autism epidemic). Fyrir stuttu síðan var líka umræða hérlendis um rannsókn sem átti að finna orsakir einhverfu og gæti þannig minnkað hættuna á að eignast einhverf börn. Tölum þá aðeins um einhverfu. Einhverfa tengist taugaþroskun sem er öðruvísi en hjá flestum. Einhverfir skynja veröldina á aðeins annan hátt, mismikinn. Þessu má líkja við mixer sem er öðruvísi stilltur en hjá flestum. Sumir eru sérlega næmir fyrir lykt, aðrir hljóði, sumir upplifa sársauka frá fötum með grófum saumum eða miðum í hálsmáli, margir upplifa örmögnun innan um margt fólk og upplifa sig út undan félagslega. Og ef meirihlutinn telur sig ekki skilja einhverfa þá er það alveg gagnkvæmt. Við eigum oft erfitt með að skilja meirihlutann. "Einhverfufaraldurinn" er einfaldlega til kominn vegna þess að það er aukin meðvitund í samfélaginu, fleira og fleira fólk, oft fullorðið er að kafa ofan í sjálft sig í viðleitni til að skilja sig betur. Oft eftir áralanga árangurslausa reynslu af sálfræðingum, kvíðalyfjum, einelti og öðrum áföllum, því það tekur á að upplifa sig öðruvísi og á skjön við meirihlutann. Og svo kemur skömmin yfir þessu öllu. En það þýðir ekki að einhverfir séu verra fólk eða að einhverfa sé eitthvað sem þurfi að útrýma. Margir einhverfir glíma við alvarlegar áskoranir en alls ekki allir. Við höfum mörg einhverja snilligáfu, einstakan hæfileika til að geta séð hlutina öðruvísi, sökkt okkur ofan í viðfangsefni og skilið ákveðna hluta heimsins til hins ýtrasta. Einhverfa er ekki sjúkdómur, einhverfa er bara ofurlítið öðruvísi heili en flestir hafa, ekki verri heili, ekki veikur heili, bara öðruvísi og það er engin hætta fólgin í einhverfu. Hugtakið einhverfa þarf í raun ekki að vera til. Ef 80% mannkyns væri einhverft væri hugtakið ekki til og samfélagið myndi virka ágætlega, ekki eins og það er, bara aðeins öðruvísi. En svo þarf fólk að lesa svona fréttir, fylgjast með svona umræðu. Við miðaldra fólkið sem loks hefur fengið útskýringu á því af hverju lífið var alltaf fullt af kvíða, börnin sem eru að reyna að fóta sig eftir greiningu í samfélagi sem reynir sitt besta en kann ekki alveg að koma til móts við þau. Allt þetta fólk, börn og fullorðnir þurfa að hlusta á umræðu þar sem ekki er leitast eftir að skilja þau heldur koma í veg fyrir þau. Höfundur er þjóðfræðingur og forritari, með sjálflærða sérþekkingu á flokkunarfræði spendýra og liðdýra en fær alltaf smá kvíðahnút í magann ef hann þarf að tala í síma eða þrífa eldavél
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun