Handbolti

Elvar marka­hæstur hjá Melsungen í úr­slita­leiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn Jónsson lyftir sér upp og reynir skot að marki Kiel í bikarúrslitaleiknum í dag.
Elvar Örn Jónsson lyftir sér upp og reynir skot að marki Kiel í bikarúrslitaleiknum í dag. getty/Dean Mouhtaropoulos

Kiel varð í dag þýskur bikarmeistari í handbolta karla eftir sigur á Melsungen í úrslitaleik, 28-23.

Elvar Örn Jónsson og félagar í Melsungen tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Balingen í gær, 31-27, á meðan Kiel sigraði Rhein-Neckar Löwen, 32-31.

Elvar skoraði fimm mörk í bikarúrslitaleiknum í dag og var markahæstur í liði Melsungen.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en Kiel leiddi með einu marki að honum loknum, 10-9. Í seinni hálfleik reyndist Kiel svo sterkara og vann á endanum fimm marka sigur, 28-23.

Þetta er annað árið í röð sem Melsungen tapar bikarúrslitaleiknum í Þýskalandi. Í fyrra laut liðið í lægra haldi fyrir Magdeburg, 30-19.

Arnar Freyr Arnarsson er enn frá vegna meiðsla hjá Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×