Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar 14. apríl 2025 10:00 Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun