Lífið

Fal­leg sérhæð í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Íbúðin er á vinsælum stað í Hlíðunum í Reykjavík.
Íbúðin er á vinsælum stað í Hlíðunum í Reykjavík.

Við Blönduhlíð í Reykjavík er að finna bjarta og mikið endurnýjaða 124 fermetra hæð með sérinngangi í þríbýlishúsi sem byggt var árið 1949. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Eigendur eru hjónin Elín Dís Vignidsdóttir, hjá blómaversluninni 4 árstíðir og Sigurður Kári Árnason, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Saman eiga þau tvö börn.

Íbúðin skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu í kjallara.

Stofa og eldhús eru í opnu og björtu rými með harðparketi á gólfi. Útgengt er frá rýminu út á svalir, og þaðan í gróinn garð. Eldhúsið er rúmgott og bjart, prýtt L-laga innréttingu í tveimur litum; dökkgráir skápar sem ná upp í loft og hvítar skúffueiningar. Á borðum er ljósgrá steinplata. 

Baðherbergið var endurnýjað árið 2020 á smekklegan hátt og er bæði með baðkari og sturtuklefa.

Nánari upplýsingar um fasteignina á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.