Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar 15. apríl 2025 12:04 Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða. Innviðauppbygging víða um landið hefur setið á hakanum og opinber fjárfesting hefur að mestu leyti átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu, með tilheyrandi ruðningsáhrifum og hörmungum á húsnæðismarkaði, sem bæði hefur hækkað verulega og ekki getað fylgt eftir þessari manngerðu fólksfjölgun á afmörkuðum bletti landsins. Að halda núverandi stefnu áfram er að pissa í skóinn sinn Skammgóður vermir á afmörkuðu svæði, en nístingskuldi er vökvinn kólnar. Á sama tíma og höfuðborgarsvæðið rifnar á saumunum, eru stórir hlutar landsins sem ekki búa við grunnþjónustu nútímasamfélags. Byggðastefna er orðin að einhvers konar fúkyrði í pólitískri umræðu, hallærishugtak með hugrenningartengsl við Jónas frá Hriflu. Það hefur gerst því skammsýni og heimóttargangur þingmanna hefur fengið að ráða för í núverandi ríksstjórn sem og hjá fyrirrennurum hennar, en tekur nú á sig nýjar víddir sem fáum gat hafa dottið í hug. Á undanförnum tveimur vikum hefur skipan í stjórnir opinberra hlutafélaga litið ljós. Þessi fyrirtæki í eigu skattgreiðenda eru Landsnet, Landsvirkjun, Íslandspóstur, Isavia og RARIK. Auk þess að vera í eigu allra landsmanna, eiga þau það sameiginlegt að ekki einn einasti maður eða kona í stjórnum þessara fyrirtækja kemur utan höfuðborgarsvæðisins. Ekki einn. Þetta kann að veita innsýn í heimóttargang núverandi valdhafa, en ég vona að um sé að kenna þröngu tengslaneti ráðherra sem skipa í þesar stjórnir, en ekki beinlinis illum vilja. Ekki eru bara bjánar úti á landi? Við vitum að nærtækast er alltaf að líta ekki langt, fjárfesta sér nær og horfa almennt ekki yfir hólinn, en heimskt er heimaalið barn. Við skulum gefa okkur að almenn nærsýni og illur vilji hafi ekki ráðið því hvernig málin hafa þróast, en framhjá því verður ekki litið að þessi þróun er mannanna verk og skort hefur stefnu og staðfestu til að sporna á móti. Nokkrar aðgerðir eru nærtækar til að vinda ofan af þessari illu þróun. Fyrst ber að telja að ekki einungis kynjakvóti, heldur einnig landshlutakvóti skuli vera í öllum stjórnum opinberra hlutafélaga, fyrir utan auðvitað venjuleg hæfisskilyrði. Reynsla úr fagi eða sérsviði virðist hins vegar ekki áskilin, eins og glöggt má sjá af skipan sumra stjórna, en því ætti einnig að breyta. Þá þarf að setja Isavia eigendastefnu sem miðar að því að félagið þjónusti, haldi við og markaðssetji aðra flugvelli en Keflavík. Með því fæst eðlilegri uppbygging og jafnari ágangur ferðamanna um landið, sem þannig stuðlar að bættum skilyrðum til uppbyggingar ferðaþjónustu víðar um landið. Vitað er að flestir ferðamenn fara ekki lengra en 150 km frá innkomuflugvelli (Keflavík), sem þá þýðir stjórnlausan ágang á afmarkaða þúfu, sem aftur skapar ósjálfbæra bólu á afmörkuðu svæði. Skipta þarf landinu upp í skilgreind áhrifasvæði sem byggð verða upp með staðsetningu opinberra stofnana, uppbyggingu innviða og ríkum hvötum til atvinnustarfsemi á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessari uppskiptingu mætti jafnvel horfa til fylkisvæðingar, sem þá þýðir jafnframt að hvert fylki tekur ríkari ábyrgð á þjónustu á sínu svæði og fær jafnframt megnið af skatttekjum sem aflast á því svæði. Þá mætti horfa til þess að hvert svæði ráði yfir eigin orkuauðlindum og njóti afraksturs af sölu orkunnar inn á grunnet raforku. Þá ætti að dreifa ráðuneytum og opinberum stofnunum eins og best verður við komið, þannig að einstefnunni suður verði snúið við og tengsl allra landshluta styrkt með tíðari ferðum og samgangi fólks um land allt. Ekki bara höfuðborgarbúar norður á skíði og Norðlendingar suður að sækja opinbera þjónustu eða miðlæga innviði, svo dæmi sé tekið. Í stað þess að vera að mylgra út þunnum grauti í sóknaráætlanir landshluta ætti ríkissjóður fremur að beita skattaívilnunum til einstaklinga og fyrirtækja, sem styrkja þá grundvöll fyrir kröftugri atvinnuuppbyggingu og mannlífi um land allt. Til að jafna leikinn verður að skera upp tekju- og útgjaldagrunn ríkis og sveitarfélaga og halda eftir meiri fjármunum á heimaslóð þannig að nýting fjármuna batni og þeir nýtist þar sem þeirra er brýnust þörf á hverjum stað. Auðlindir landsmanna eru um land allt og á miðunum umhverfis landið, en samt sem áður er það svo að megnið af afrakstrinum er safnað upp á sömu þúfu og engin heildstæð stefna virðist til staðar um að nýta landið allt til annars en skattlagningar sem þá bitnar harkalega á veikum byggðum um land allt. Það verður að brjóta upp ríkisrekna miðstýringu sem hefur leitt til þessarar miklu byggðaröskunar og skapað manngerðar hagvaxtarbólur með reglubundnum hætti á afmörkuðum bletti á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir hlutar landsins eru yfirleitt ekki í neinum takti við þróunina á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom okkur þó til góða þegar lág skuldsetning fyrirtækja og heimila á landsbyggðinni gerði höggið eftir fjármálahrunið léttbærara utan höfuðborgarsvæðisins og hjálpaði til við að reisa landið á ný. Tækifæri Íslands í breyttum heimi eru óþrjótandi, en við nýtum þau ekki með áframhaldandi heimóttargangi. Við erum stórt land, ríkt af auðlindum og mannauði, en með takmarkandi þjóðskipulag og heimóttargang til að nýta hvort tveggja. Vindum ofan af þessu og byggjum Ísland allt, allt árið. Þorum að breyta. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður og áhugamaður um þjóðlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað nokkrar ádrepur undanfarin misseri um það hvernig landið heldur áfram að sporðreisast með ríkisrekinni byggðaröskun og tilefnunum fjölgar enn. Ríflega 80% landsmanna býr nú milli Hvítánna tveggja, Íslandi til mikils framtíðarskaða. Innviðauppbygging víða um landið hefur setið á hakanum og opinber fjárfesting hefur að mestu leyti átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu, með tilheyrandi ruðningsáhrifum og hörmungum á húsnæðismarkaði, sem bæði hefur hækkað verulega og ekki getað fylgt eftir þessari manngerðu fólksfjölgun á afmörkuðum bletti landsins. Að halda núverandi stefnu áfram er að pissa í skóinn sinn Skammgóður vermir á afmörkuðu svæði, en nístingskuldi er vökvinn kólnar. Á sama tíma og höfuðborgarsvæðið rifnar á saumunum, eru stórir hlutar landsins sem ekki búa við grunnþjónustu nútímasamfélags. Byggðastefna er orðin að einhvers konar fúkyrði í pólitískri umræðu, hallærishugtak með hugrenningartengsl við Jónas frá Hriflu. Það hefur gerst því skammsýni og heimóttargangur þingmanna hefur fengið að ráða för í núverandi ríksstjórn sem og hjá fyrirrennurum hennar, en tekur nú á sig nýjar víddir sem fáum gat hafa dottið í hug. Á undanförnum tveimur vikum hefur skipan í stjórnir opinberra hlutafélaga litið ljós. Þessi fyrirtæki í eigu skattgreiðenda eru Landsnet, Landsvirkjun, Íslandspóstur, Isavia og RARIK. Auk þess að vera í eigu allra landsmanna, eiga þau það sameiginlegt að ekki einn einasti maður eða kona í stjórnum þessara fyrirtækja kemur utan höfuðborgarsvæðisins. Ekki einn. Þetta kann að veita innsýn í heimóttargang núverandi valdhafa, en ég vona að um sé að kenna þröngu tengslaneti ráðherra sem skipa í þesar stjórnir, en ekki beinlinis illum vilja. Ekki eru bara bjánar úti á landi? Við vitum að nærtækast er alltaf að líta ekki langt, fjárfesta sér nær og horfa almennt ekki yfir hólinn, en heimskt er heimaalið barn. Við skulum gefa okkur að almenn nærsýni og illur vilji hafi ekki ráðið því hvernig málin hafa þróast, en framhjá því verður ekki litið að þessi þróun er mannanna verk og skort hefur stefnu og staðfestu til að sporna á móti. Nokkrar aðgerðir eru nærtækar til að vinda ofan af þessari illu þróun. Fyrst ber að telja að ekki einungis kynjakvóti, heldur einnig landshlutakvóti skuli vera í öllum stjórnum opinberra hlutafélaga, fyrir utan auðvitað venjuleg hæfisskilyrði. Reynsla úr fagi eða sérsviði virðist hins vegar ekki áskilin, eins og glöggt má sjá af skipan sumra stjórna, en því ætti einnig að breyta. Þá þarf að setja Isavia eigendastefnu sem miðar að því að félagið þjónusti, haldi við og markaðssetji aðra flugvelli en Keflavík. Með því fæst eðlilegri uppbygging og jafnari ágangur ferðamanna um landið, sem þannig stuðlar að bættum skilyrðum til uppbyggingar ferðaþjónustu víðar um landið. Vitað er að flestir ferðamenn fara ekki lengra en 150 km frá innkomuflugvelli (Keflavík), sem þá þýðir stjórnlausan ágang á afmarkaða þúfu, sem aftur skapar ósjálfbæra bólu á afmörkuðu svæði. Skipta þarf landinu upp í skilgreind áhrifasvæði sem byggð verða upp með staðsetningu opinberra stofnana, uppbyggingu innviða og ríkum hvötum til atvinnustarfsemi á svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. Í þessari uppskiptingu mætti jafnvel horfa til fylkisvæðingar, sem þá þýðir jafnframt að hvert fylki tekur ríkari ábyrgð á þjónustu á sínu svæði og fær jafnframt megnið af skatttekjum sem aflast á því svæði. Þá mætti horfa til þess að hvert svæði ráði yfir eigin orkuauðlindum og njóti afraksturs af sölu orkunnar inn á grunnet raforku. Þá ætti að dreifa ráðuneytum og opinberum stofnunum eins og best verður við komið, þannig að einstefnunni suður verði snúið við og tengsl allra landshluta styrkt með tíðari ferðum og samgangi fólks um land allt. Ekki bara höfuðborgarbúar norður á skíði og Norðlendingar suður að sækja opinbera þjónustu eða miðlæga innviði, svo dæmi sé tekið. Í stað þess að vera að mylgra út þunnum grauti í sóknaráætlanir landshluta ætti ríkissjóður fremur að beita skattaívilnunum til einstaklinga og fyrirtækja, sem styrkja þá grundvöll fyrir kröftugri atvinnuuppbyggingu og mannlífi um land allt. Til að jafna leikinn verður að skera upp tekju- og útgjaldagrunn ríkis og sveitarfélaga og halda eftir meiri fjármunum á heimaslóð þannig að nýting fjármuna batni og þeir nýtist þar sem þeirra er brýnust þörf á hverjum stað. Auðlindir landsmanna eru um land allt og á miðunum umhverfis landið, en samt sem áður er það svo að megnið af afrakstrinum er safnað upp á sömu þúfu og engin heildstæð stefna virðist til staðar um að nýta landið allt til annars en skattlagningar sem þá bitnar harkalega á veikum byggðum um land allt. Það verður að brjóta upp ríkisrekna miðstýringu sem hefur leitt til þessarar miklu byggðaröskunar og skapað manngerðar hagvaxtarbólur með reglubundnum hætti á afmörkuðum bletti á höfuðborgarsvæðinu. Aðrir hlutar landsins eru yfirleitt ekki í neinum takti við þróunina á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom okkur þó til góða þegar lág skuldsetning fyrirtækja og heimila á landsbyggðinni gerði höggið eftir fjármálahrunið léttbærara utan höfuðborgarsvæðisins og hjálpaði til við að reisa landið á ný. Tækifæri Íslands í breyttum heimi eru óþrjótandi, en við nýtum þau ekki með áframhaldandi heimóttargangi. Við erum stórt land, ríkt af auðlindum og mannauði, en með takmarkandi þjóðskipulag og heimóttargang til að nýta hvort tveggja. Vindum ofan af þessu og byggjum Ísland allt, allt árið. Þorum að breyta. Höfundur er viðskiptafræðingur, flugmaður og áhugamaður um þjóðlíf.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun