Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. apríl 2025 20:04 Sigfús er alltaf léttur í skapi og nýtur lífsins alla daga. Íslenskt skyr er uppáhalds maturinn hans. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið,“ segir 93 ára byggingameistari á Selfossi, sem hefur byggt um tvö hundruð hús í bæjarfélaginu en mygla hefur aldrei greinst í þeim húsum. Þá segir hann að timbur hafi verið miklu betra í gamla daga heldur en í dag því nú sé það svo gljúpt og lélegt. Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Hér erum við að tala um Sigfús Kristinsson, eða Fúsa Kristins eins og hann er alltaf kallaður á Selfossi. Hann er nú sestur í helgan stein en líður best á skrifstofunni sinni þar sem hann skoðar gamla pappíra og les blöðin. Á milli 30 og 40 karlar störfuðu við smíðar hjá Fúsa þegar mest var en hann hefur byggt allar helstu byggingar á Selfossi eins og sjúkrahúsið, Landsbankann, Fjölbrautaskóla Suðurlands og fullt, fullt af einbýlishúsum. Aldrei hefur greinst mygla í húsum frá Fúsa. „Húsin þurfa að anda eins og mannfólkið, þau þurfa að anda,” segir Fúsi. En af hverju var engin mygla þegar hann var að byggja öll þessi hús? „Það var bara allt annað vinnulag og timbrið var var líka mikið, mikið betra þá en núna. Það var svo þétt vaxið, nú er það svo gljúft og lélegt og drekkur í sig vatn,” segir Fúsi. En hvað heldur þú með mygluna í húsunum, heldur þú að þetta verði áfram svona vandamál? „Það verður það svo lengi, sem þeir breyta ekki byggingaaðferðinni. Út með þetta helvítis plast því það lokar algjörlega rakann inni,” segir Fúsi og leggur áherslu á orð sín. Sigfús eyðir miklum tíma dagsins inn á skrifstofunni sinni innan um pappíra, blöð og fleira þess háttar, sem hann gluggar eitthvað í að hverjum degi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjasta byggingin hjá Fúsa er torfbær á Selfossi, sem hann byggði fyrir nokkrum árum. En hann er ekki hrifin af öllu flötu þökunum á nýjum húsum í dag. „Mér finnst þau alveg skelfileg bara. Þau eru líka svo ljót. Þau eru mikið fallegri hin með risi og þakbrún út fyrir, sem hlífir veggjunum.” Fúsi segist þakka á hverjum degi fyrir góða heilsu en hverju þakkar hann það ? „Lífsánægja og lífsvilji og góð gen út í lífið og vera aldrei að hugsa neikvæða hugsun, vera frekar bjartsýnn í hugsun,” segir Fúsi. Sigfús hefur ekki bara byggt einbýlishús, nei, hann hefur líka byggt kirkjur eins og Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt fyrir utan Selfoss. Laugardælakirkja í Flóahreppi, sem Fúsi byggði með sínum starfsmönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, talandi um kirkju, Fúsi hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum og hann segist vita nákvæmlega hvað verði um okkur þegar við deyjum. „Við förum í næstu tilveru, fáum líf alveg eins og hérna en það er nefnilega svolítið hvernig menn hafa hagað sér í lífinu, hvernig menn lenda hinum megin,” segir 93 ára byggingameistarinn. Sigfús var að ljúka við að skrifa ævisögu sína, sem er nú komin út í bók og verður gefin út formlega á næstu vikum. Mikill fróðleikur er í bókinni um ævi og störf hans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hús og heimili Mygla Byggingariðnaður Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira