Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir og Ólafur Ögmundarson skrifa 16. apríl 2025 17:30 Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands gegnir einu af meginhlutverkum í matvælaframleiðslu á Íslandi, allt frá rannsóknum og þróun til matvæla- og fæðuöryggis. Við þurfum nefnilega öll að borða, og þá helst holla og næringarríka fæðu. Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar við hagaðila, svo sem sjávarútveginn og Matís, hefur stuðlað að því að nýting sjávarafurða er núna allt að 100%, sem þýðir að allt sem er veitt af sjávarafurðum er nýtt og litlu sem engu er sóað. Framfarir í fullnýtingu sjávarafurða hafa stóraukið verðmæti þeirra sem hefur fleytt fram innlendri þekkingu og verðmætasköpun sem forvitnilegt væri að taka saman í krónum og aurum. Þessum árangri er hægt að miðla til dæmis til landbúnaðarins, hvort heldur sem er í grænmetis- og akuryrkju eða hefðbundnum landbúnaði þar sem nýttar eru dýraafurðir. Til að gefa lesendum innsýn inn í rannsóknaráherslur deildar er fátt okkur óviðkomandi. Öflug innlend verkefni, meðal annars styrkt af Rannís og Matvælasjóði, hafa t.d. stutt við rannsóknir á sviði sjálfbærs heilsusamlegt mataræðis, aukinnar nýtingar afurða og lífrænna hliðarstrauma í íslenskum matvælaiðnaði sem áður voru álitnir úrgangur. Stórir erlendir styrkir hafa svo gert deild kleift að auka rannsóknir og þekkingu á sviði næringar viðkvæmra hópa, svo sem barnshafandi kvenna, barna, veikra og aldraðra, ásamt því að stuðla að framþróun á líftækni í matvælaframleiðslu út frá meðal annars vöruþróun og næringargildis framtíðarfæðu. Innlendir og erlendir styrkir hafa svo stutt við rannsóknir á sjálfbærni íslenskra fæðukerfa og framtíðarfæðu. Einstaklingar útskrifaðir frá deildinni gegna lykilstöðum víðsvegar í íslensku samfélagi, og þá sérstaklega í matvælaiðnaði og heilbrigðisþjónustu. Til dæmis sem matvælafræðingar, næringarfræðingar, gæðastjórar, eru framkvæmdastjórar fyrirtækja og rannsakendur, og starfsmenn hins opinbera svo sem hjá ráðuneytum og stofnunum, svo eitthvað sé nefnt. Því má með sanni segja að án matvæla- og næringarfræðinga yrði framboð og neysla á öruggu innlendu hollu og heilsusamlegu mataræði af skornum skammti. Samtímis stendur matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands frammi fyrir áskorunum. Nýtt fjármögnunarmódel háskólanna og röðun í reikniflokk leikur deildina grátt og nýtur hún ekki góðs af rannsóknarvirkni sinni og er um leið refsað fyrir hlutfallslega fáa nemendur sem þó gegna lykilhlutverki í samfélaginu eftir útskrift eins og áður var nefnt, enda er þetta eina heildstæða matvæla- og næringartengda námið á háskólastigi á Íslandi og vestnorrænu löndunum. Því sendum við út ákall til ráðherra, iðnaðar og rannsóknaraðila um að taka höndum saman og standa vörð um matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Um leið þökkum við Oddi Má Gunnarssyni og Salvöru Jónsdóttur, Axel Sigurðssyni fyrir hlý orð í garð deildar í greinum síðustu mánuði og við hvetjum aðra til að styðja við og vekja máls á mikilvægi deildarinnar. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á mat, næringu og heilsu manns og jarðar að skrá sig í nám við Matvæla- og næringarfræðideild enda munum við mannfólkið alltaf, á meðan við lifum, þurfa að borða örugg og heilsusamleg matvæli. Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands Ólafur Ögmundarson, varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun