Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 16. apríl 2025 18:00 Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bjarg íbúðafélag var stofnað árið 2016 sem viðbragð við óviðunandi aðstæðum á húsnæðismarkaði. Á þeim tíma hafði uppsafnaður húsnæðisskortur og mikil fólksfjölgun leitt til mikilla hækkana á húsnæðisverði og leiguverði með neikvæðum áhrifum á húsnæðisöryggi og lífskjör almennings. Afleiðingin var tvískiptur húsnæðismarkaður, þeirra sem eiga og þeirra sem bjuggu á afleitum leigumarkaði og áttu engan kost á að safna sér fyrir útborgun í húsnæði. Síðan þá hefur Bjarg íbúðafélag byggt yfir þúsund íbúðir og tryggt þúsundum manns húsnæðisöryggi og viðráðanlegan húsnæðiskostnað. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið enda um 4 þúsund fjölskyldur á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi. Af einhverjum ástæðum stígur Viðskiptaráð nú fram og í raun leggur til að kerfið verði lagt niður í heild sinni. Þetta er ekki nýr söngur frá Viðskiptaráði sem virðist í mun að viðhalda óbreyttu ástandi á húsnæðismarkaði. Útspil ráðsins er ekki óvænt enda hefur húsnæðisskortur tryggt félagsmönnum Viðskiptaráðs, þ.e. verktökum og leigusölum, mikla arðsemi. Markaðurinn ekki fær um að leysa húsnæðisvandann Húsnæði er ekki og á ekki að vera eins og hver önnur markaðsvara enda eru það mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Af mörgum ástæðum, t.d. vegna óvænts uppgangs í efnahagslífi getur skapast ójafnvægi á húsnæðismarkaði, t.d. þegar eftirspurn eykst langt umfram framboð húsnæðis. Við þessar aðstæður hækkar bæði fasteignaverð og leiguverð. Á undanförnum áratugum hefur húsnæðisverð hækkað langt umfram almenna verðlags- og launaþróun. Verð á hefðbundinni 90 fermetra íbúð er í dag um þrettánfaldar árstekjur 25-29 ára einstaklings. Í kringum aldamót kostaði sambærileg íbúð um sjöfaldar árstekjur. Þessar aðstæður koma verst niður á viðkvæmum hópum, tekjulágum og ungu fólki sem lokast úti af fasteignamarkaði. Þeirra bíður aðeins óregluvæddur leigumarkaður, lítið húsnæðisöryggi og veruleiki margra barnafjölskyldna að flytja hverfa á milli á leit að langtímaleigu. Staðreyndin er sú að Íslendingar hafa ekki staðið sig að byggja upp félagslegt húsnæði og lítið er í boði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Í dag eru íbúðir Bjargs einungis 1% af íbúðum í Reykjavík en til samanburðar voru íbúðir í verkamannabústaðakerfinu um 11% þegar kerfið var lagt niður. Þessu þarf að breyta. Heilbrigður húsnæðismarkaður byggir á því að til staðar sé flóra valkosta, félagslegt húsnæði, leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði og eignamarkaður með fjölbreyttum valkostum. Það er einfaldlega ekki nóg að byggja bara stórar lúxusíbúðir á þéttingarreitum. Hvernig virkar almenna íbúðakerfið? Málflutningur Viðskiptaráðs byggir á ákveðinni vanþekkingu. Almenna íbúðakerfið er ekki einungis fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB. Allir geta stofnað húsnæðissjálfseignarstofnun og byggt fyrir sína félagsmenn innan ramma laganna. Bjarg íbúðafélag byggir fyrir félagsmenn ASÍ og BSRB en mun fleiri félög hafa byggt innan almenna íbúðakerfisins, hvort sem er fyrir námsmenn, eldri borgara eða öryrkja. Með því að byggja hagkvæmt og smærri íbúðir en markaðurinn almennt býður skilar félagið ábata til leigjenda í formi lægra leiguverðs. Stofnframlög sem veitt eru til kerfisins eru ekki styrkur, heldur eru þau langtímalán til 50 ára sem eru að fullu greidd til baka. Til lengri tíma mun þörf fyrir stofnframlög minnka eftir því sem kerfið nær þroska og félögin geta fjármagnað uppbyggingu með eigin fjármagni. Í því ófremdarástandi sem ríkir í húsnæðismálum landsmanna og þá ekki síst á höfuðborgarsvæðinu vekur nokkra furðu að framlag Viðskiptaráðs felist í því einu að reyna að gera tortryggileg þau úrræði sem gripið hefur verið til og nýst hafa prýðilega. Viðskiptaráð er að sönnu ekki fyrirbrigði sem þekkt er fyrir áhuga og skilning á kjörum og hagsmunum alþýðu manna í landinu og því tæpast undrunarefni að skotið fari langt framhjá markinu. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun