Neytendur

Hvar er opið um páskana?

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Páskahelgin er runnin upp.
Páskahelgin er runnin upp. Vísir/Arnar

Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina.

Opið er í Kringlunni og Smáralind í dag frá tólf til fimm en lokað er í verslunarmiðstöðvunum á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Hins vegar er opið á laugardag á báðum stöðum frá ellefu til sex.

Á Glerártorgi er opnunartíminn breytilegur eftir verslunum en hægt er að nálgast nánari upplýsingar hér.

Verslanir

Allar verslanir Nettó eru opnar á Skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum. Opið verður í flestum verslunum þeirra á páskadag að undan skildum Miðvangi, Nóatúni, Lágmúla, Krossmóa, Húsavík og Egilsstöðum.

Allar verslanir Bónus er opnar á skírdag og á föstudaginn langa. Verslanir Bónus á Norðurtorgi, Selfoss og Smáratorgi eru opnar á páskasunnudag frá ellefu til fimm. Einnig er opið í verslunum Bónus á annan í páskum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í Skeifunni, á Smáratorgi, í Spönginni og Holtagörðum auk þess á Selfoss og Norðurtorgi á Akureyri.

Verslanir Hagkaupa í Garðabæ og Skeifunni eru opnar allan sólarhringinn yfir páskana. Á Akureyri er opið frá átta til miðnættis á skírdag og laugardag, en hátíðisdagana er opið frá tíu til miðnættis. Verslanir Hagkaupa á Eiðistorgi og í Spönginni eru lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag.

Hefðbundinn opnunartími er í öllum verslunum Krónunnar á skírdag, laugardag og á öðrum í páskum. Opið verður frá tíu til átta í völdum verslunum á föstudaginn langa og ellefu til fimm á páskadag.

Verslun Prís er opin á skírdag, föstudaginn langa og annan í páskum frá tíu til fjögur en lokað er á páskadag. Þá er opið í Extra Barónsstíg alla páskahelgina frá átta til miðnættis en verslun Extra í Keflavík og á Akureyri er opin allan sólarhringinn auk verslana 10-11.

Opið er í Heimkaup frá klukkan tólf til tíu alla páskahelgina.

Allar verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskasunnudag og annan í páskum. 

Í verslunum Lyfju í Lágmúla og á Smáratorgi verður opið yfir alla helgina frá átta til miðnættis. Lokað er í öðrum verslunum á föstudaginn langa og páskasunnudag. Í apótekum Apótekarans í Austurveri er opið frá níu til miðnættis alla helgina. 

Hér má sjá opnunartíma í Lyfjaval.

Þjónusta

Strætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu yfir alla páskahelgina. Á landsbyggðinni verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.

Strætó gengur ekki innanbæjar í Reykjanesbæ yfir páskahelgina. Á Akureyri er enginn akstur á föstudaginn langa og páskadag en hins vegar verður keyrt eftir sunnudagsáætlun á skírdag og annan í páskum.

Ýmsar sundlaugar verða opnar yfir hátíðirnar. Á páskadag verður til að mynda hægt að dýfa sér í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, sundlaugina á Akureyri, Sauðárkrók, Hellu, Stykkishólmi og í Vestmannaeyjum. Hægt er að kynna sér opnunartíma sundlauga hér.

Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn er opinn alla páskana á milli tíu og fimm. Einnig er opið í Hlíðarfjalli í dag fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×