Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. apríl 2025 19:14 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Arnar Veitur segja aðeins vatnsverndarsjónarmið búa að baki áformum um að takmarka bílaumferð um Heiðmörk. Bæjarstjóri Garðabæjar segir ítrustu hugmyndir Veitna skerða verulega aðgang íbúa að náttúrugæðum. Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“ Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Óhætt er að segja að Heiðmörk sé vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, sér í lagi á góðviðrisdegi eins og þessum. Nú hafa Veitur lagt það til að lokað verði fyrir bílaumferð inn í Heiðmörk vegna vatnsverndarsjónarmiða. Ekki lagt upp með að draga úr útivistarmöguleikum Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að það myndi draga verulega úr möguleikum borgarbúa til útivistar. Fulltrúar Veitna segja það hins vegar af og frá. Í yfirlýsingu sem Veitur sendu frá sér í dag er ítrekað að vatnsverndarsjónarmið liggi að baki, en ekki standi til að draga úr aðgengi til útivistar á svæðinu. Í Heiðmörk sé þó að finna öll vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Gert sé ráð fyrir að vinnu við deiliskipulag fyrir Heiðmörk ljúki í upphafi næsta árs, en það sé forsenda uppbyggingar bílastæða í nágrenni Heiðmerkur. Lagt sé upp með að bílastæði verði staðsett þannig að aðgengi verði áfram gott, og áfram verði hægt að nýta Heiðmörk til viðburða og útivistar. Umferð farartækja á vegum Skógræktar og Veitna verði áfram leyfð innan svæðisins. Það sé hins vegar svo að slys hafi orðið í og við Heiðmörk í gegnum árin, og mikil mildi þyki að olía hafi ekki lekið niður í vatnsból og mengað þau. Hafa áhyggjur af þröngsýni Veitna Heiðmörk er þó ekki aðeins innan borgarmarka Reykjavíkur, og Veitur hafa kallað eftir samtali við Garðabæ um að hefta bílaumferð að útivistarsvæðinu. Bæjarstjórinn þar segir að stíga þurfi varlega til jarðar, þegar kemur að þessum málum. „Veitur hafa sett sig í samband við okkur og hafa velt þessu upp. Ekki viljum við gera lítið úr þeirra hlutverki, sem er að tryggja gæði vatns. En við höfum af því áhyggjur að þeirra sýn á þetta sé of þröng hvað varðar gæði nýtist á þessu svæði varðandi útivist og náttúrugæði. Að við, íbúar í Garðabæ og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, getum þá notið þeirra,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að gengið verði til samtals við Veitur, sem hann segist vona að verði lausnamiðað af hálfu beggja aðila. „Ég held að það sé þörf á því. Þeirra ítrustu sjónarmið ganga örugglega svolítið langt á aðgengi okkar að þessum náttúrugæðum sem Heiðmörkin hefur upp á að bjóða.“
Skógrækt og landgræðsla Reykjavík Garðabær Vatn Heiðmörk Vatnsvernd í Heiðmörk Vatnsból Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira