Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. apríl 2025 16:01 Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Með kaupum sínum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil fjármögnuðu ríki Evrópusambandsins hernaðaruppbyggingu og síðan hernað Rússlands í Úkraínu. Þetta sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu sem hann flutti 9. marz 2022 á þingi þess. Ríki Evrópusambandsins voru þannig áratugum saman langstærsti kaupandi rússneskrar orku og enn er flutt verulegt magn þarlends gass til sambandsins, bæði beint og óbeint. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Borrell enn fremur í ræðunni. Þess í stað hefðu ríki Evrópusambandsins þvert á móti keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Í annarri ræðu í byrjun marz 2022 sagði hann að rætt hefði verið um það að draga þyrfti úr í þessum efnum í að minnsta kosti tuttugu ár en þvert á móti hefði sambandið sífellt orðið háðara rússnesku gasi. Fyrir utan annað, líkt og til að mynda alvarlega vanrækslu ríkja Evrópusambandsins um langt árabil við að tryggja eigin varnir sem taka mun langan tíma að bæta fyrir verði sú raunun á annað borð, er þannig í bezta falli vandséð hvaða vörn sambandið og ríki þess, sem ljóst er að kunnu engan veginn fótum sínum forráð þegar kom að samskiptum við Rússland og telfdu orkuöryggi sínu í algera tvísýnu, ættu að geta veitt Íslandi gegn rússneskum stjórnvöldum. Tal Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um varnarsamstarf við Evrópusambandið er þannig mjög sérstakt. Ekki síður í ljósi þess að Ísland á þegar í varnarsamstarfi við nær öll ríki þess innan NATO fyrir utan fjögur, Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu sem eðli málsins samkvæmt búa yfir takmarkaðri varnargetu. Þá gengu bæði Svíþjóð og Finnland í NATO einkum vegna þess að ríkin töldu sig ekki geta stólað á sambandið þegar kæmi að varnarmálum. Spurður á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg Finnlands, haustið 2022 hvers vegna finnsk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu í NATO þegar landið væri þegar í Evrópusambandinu svaraði Pekka Haavisto, þáverandi utanríkisráðherra landsins í ríkisstjórn undir forystu finnskra jafnaðarmanna, því til að ekki væri hægt að treysta á varnarskuldbindingar sambandsins. Fulltrúi Svíþjóðar á ráðstefnunni var í framhaldinu spurður sömu spurningar og svaraði á sömu nótum. Vandséð er hverju varnarsamstarf við Evrópusambandið, sem þess utan er ekki varnarbandalag ólíkt NATO, ætti að bæta við í þeim efnum. Tilgangur Þorgerðar er ljóslega einkum sá að tengja Ísland meira við sambandið í þeim tilgangi að færa landið nær inngöngu í það í samræmi við meginstefnumál Viðreisnar. Sú staðreynd að ríki sem þegar eru innan Evrópusambandsins telja sig ekki geta treyst sambandinu þegar kemur að varnarmálum ætti að segja meira en margt annað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar