Erlent

„Önnur til­raun Pútín til að leika sér að manns­lífum“

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Selenskí segir Pútín vera leika sér að mannslífum.
Selenskí segir Pútín vera leika sér að mannslífum. epa/Tolga Bozoglu

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta leika sér að mannslífum. Úrkaínuforseti virðist ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé.“

Fyrr í dag greindi Pútín frá vopnahléinu í sjónvarpsávarpi. Það eigi að hefjast klukkan sex í kvöld að staðartíma og standa yfir til miðnættis á sunnudag. Það er klukkan þrjú á íslenskum tíma til níu annað kvöld.

Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“

„Hvað varðar enn eina tilraun Pútíns til að leika sér að mannslífum - á þessari stundu heyrast loftárásarviðvörun um Úkraínu. Klukkan 17:15 fundust rússneskir árásardrónar á himni okkar,“ skrifar Selenskí í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

„Shahed drónar á himni okkar sýna sanna afstöðu Pútíns til páska og mannlífs.“

Selenskí greinir einnig frá skýrslu sem hann fékk frá Oleksandr Syrski, yfirhershöfðingja Úkraínuhers, sem segir að fyrr í dag hafi hermenn hersins stækkað stjórnsvæði Úkraínumanna á Belgrod svæðinu og haldið áfram starfsemi sinni í Kúrsk-héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×