Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. apríl 2025 18:59 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir tortryggni í garð Vladímírs Pútín mikla þrátt fyrir yfirlýsingu um „páskavopnahlé“. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra segir páskavopnahlé í átökum Rússa við Úkraínu óvænt og jákvætt skref en öllum ákvörðunum Pútín beri að taka með fyrirvara. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni en þrá eftir friði. Tortryggnin sé mikil þegar kemur að einræðisherra á borð við Pútín. Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um nýjustu vendingar í átökum Rússa og Úkraínumanna og yfirlýsingu Rússlandsforseta um eins og hálfs dags páskahlé sem stendur yfir frá kvöldinu í kvöld til miðnættis á sunnudag. Sjá einnig: Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hvernig horfa þessar fréttir við þér? Var þetta ekki óvænt tilkynning frá Rússlandsforseta áðan? „Jú, nokkuð óvænt og það verður að segja eins og er að maður hefur sínar efasemdir og það er mikil tortryggni gagnvart öllu því sem Pútín gerir og öllum hans skrefum,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „En vissulega það sem þarf að undirstrika er að öll skref, sem eru tekin í þá átt sem tryggja fullveldi Úkraínu, frelsi og varanlega réttlætan frið, eru auðvitað jákvæð skref. Eitthvað meira liggi að baki ákvörðuninni Þorgerður segist taka undir með bæði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, að ekki sé hægt að treysta Pútín. „Það er eitthvað sem liggur og býr þarna að baki meira en þrá hans eftir friði,“ sagði Þorgerður um vopnahlé Rússlandsforseta. Selenskí sagðist fyrr í dag ekki trúa yfirlýsingu Rússaforsetans um „páskavopnahlé“ og sagði Pútín leika sér að mannslífum. Það hefur verið greint frá því að Bandaríkjamenn séu á barmi þess að gefast upp á þessum viðræðum. Heldurðu að þetta geti verið útspil í þeim viðræðum öllum? „Það kann vel að vera. Pútín er ekkert í sérstakri stöðu og ég vona að Bandaríkjamenn fari að átta sig á því líka að það er hægt að þrýsta á hann þannig við náum þessum varanlega og réttláta frið,“ sagði Þorgerður. „Það er það sem skiptir okkur öll máli, ekki bara Úkraínu heldur ekki síst Evrópu, að það verði þannig friður að það sé alveg ljóst að restinni af Evrópu stafi ekki ógn af Pútín þegar þetta erfiða stríð er búið. Að því verðum við að sjálfsögðu öll að vinna. Mikil tortryggni þegar kemur að „einræðisherra eins og Pútín“ Þorgerður segir hins vegar það aldrei of oft sagt að Pútín sé árásaraðilinn. „Það er hann sem hefði getað stöðvað þetta stríð miklu miklu fyrr, það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að ráðast á borgaralega innviði og það er hann sem ber ábyrgð á því að það er verið að fremja „massíva“ stríðsglæpi í Úkraínu. Þannig að auðvitað tekur maður þessu skrefi hans með fyrirvara,“ segir hún. „En um leið segi ég: við þurfum að vera opin fyrir því hvaða leiðir það eru sem við getum nýtt til þess að stuðla að varanlegum og réttlátum friði. Það er í hag okkar allra.“ Og eins og hálfs dags vopnahlé er kannski ekki hluti af þeirri leið eða hvað? „Við skulum reyna að sjá eitthvað jákvætt við þetta en ég undirstrika: tortryggnin er mjög mikil þegar kemur að Pútín og hann er annars vegar. Það er held ég bara mjög eðlilegt hjá lýðræðisþenkjandi ríkjum þegar við stöndum frammi fyrir svona einræðisherra eins og Pútín er.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Páskar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira