Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. vísir/vilhelm Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís. Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís.
Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira