Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2025 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. vísir/vilhelm Kópavogsbær hefur hætt við brattar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins. Bæjarstjórinn segist hafa rætt við foreldra í bænum um málið og ákveðið að leggja fram nýja tillögu á fundi bæjarráðs. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís. Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um miklar hækkanir á gjaldskrá Kópavogsbæjar vegna sumarnámskeiða fyrir börn. Hækkanirnar voru 53 prósent og 105 prósent fyrir heils dags námskeið í viku. Oddviti Viðreisnar sagði hækkanirnar fráleitar og að þær gætu orðið til þess að foreldrar í viðkvæmri stöðu gætu ekki sent börnin sín á námskeið. Nú hefur Kópavogsbær ákveðið að bíða með þessar bröttu hækkanir. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri segir að þess í stað verði hækkunin í takt við verðlagsþróun. „Þessi tillaga var lögð fram til að mæta gagnrýni sem hefur verið að koma frá íþróttafélögunum sem hafa boðið upp á sambærileg námskeið. Okkar námskeið hafa verið í beinni samkeppni við önnur sumarnámskeið, sem til dæmis íþróttafélögin hafa verið að bjóða upp á. Hins vegar verð ég að segja að vissulega er þetta heldur brött hækkun. Eftir ábendingar sem við höfum verið að fá frá foreldrum, þá tel ég að við þurfum að ígrunda þetta betur,“ segir Ásdís. Hins vegar verði bærinn að bregðast við þessum ábendingum frá íþróttafélögunum á næstunni. „Eftir ábendingar frá foreldrum, þá viðurkenni ég fúslega að þetta er of brött hækkun. Þess vegna munum við leggja til í bæjarráði að bakka með þessa hækkun,“ segir Ásdís. Minnihlutinn í bæjarráði gagnrýndi einnig að ungmennaráð hafi ekki fengið að taka afstöðu til hækkananna. Ásdís er ekki sammála henni. „Mér fannst þetta heldur langsótt að fara með slíkar breytingar inn í ungmennaráð. Hins vegar erum við í góðu samráði við ungmennaráð um ýmislegt sem kemur að ungmennum í bænum og eigum gott samtal og samráð við það. En ég tel ekki rétt að gjaldskrárbreytingar sem slíkar eigi að fara fyrir ungmennaráð,“ segir Ásdís.
Kópavogur Frístund barna Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira