Hvernig er nýr páfi valinn? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2025 11:03 Kardinálarnir ganga inn í Sixtínsku kapelluna til að velja nýjan páfa eftir andlát Jóhanness Páls II. AP Frans páfi er látinn og því mun kaþólska kirkjan, stærsta trúfélag heims, brátt velja sér nýjan leiðtoga. Kjör nýs páfa má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir. Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Hann hafði gegnt embætti andlegs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og stjórnmálalegs leiðtoga Páfagarðs í tólf ár. Hann hafði skömmu fyrir andlát sitt breytt hinu hefðbundna ferli við útför páfa. Til dæmis verður lík hans ekki til sýnis á upphækkuðum palli í Péturskirkju heldur verður syrgjendum boðið að votta honum virðingu sína í kistu sinni. Þar að auki verður Frans fyrstur páfa í meira en öld til að vera grafinn utan Páfagarðs. Hann verður lagður til hinstu hvílu í Basiliku heilagrar Maríu í Róm. Kardinálar einangraðir frá umheiminum Við andlát páfa koma kardinálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar en kardinálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eiga að endurspegla kirkjuna sem heild. Kardinálar eru allir útnefndir af páfa og eru yfirleitt biskupar. Í dag eru 252 kaþólskir kardinálar og af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa. Er það vegna þess að aðeins þeir kardinálar sem eru undir áttræðu geta greitt atkvæði í páfakjöri. Hinir mega þó taka þátt í umræðum kardinálaráðsins. Hin víðfræga Sixtínska kapella þar sem páfakjör fer fram.AP Á meðan páfakjör fer fram mega kardinálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu þar sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn, án aðgangs að fjölmiðlum, hvort sem það er í formi blaða, netmiðla, útvarps eða sjónvarps og farsímar eru með öllu bannaðir. Mikil leynd hvílir yfir þessari samkomu kardinálanna og eru allar dyr sixtínsku kapellunnar innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardinála og er hásæti hvers og eins hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altari Sixtínsku kapellunnar eru svo atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlarnir eru brenndir og kassi sem færður er til kardinála sem hugsanlega er of veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar. „Habemus papam“ Í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir að kosningum loknum en kosið er fjórum sinnum á dag á meðan kjöri stendur, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Á atkvæðaseðli kardinálanna stendur: „Eligo in summum pontificem,“ sem á íslensku myndi útleggjast sem: „Ég kýs til æðsta biskups,“ og það botna þeir með nafni þess sem þeir vilja kjósa til embættis páfa. Ofninn sem notaður er til að brenna seðlana er þannig gerður að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir og litarefni sett með í ofninn. Við það verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni, áður voru seðlarnir einir brenndir en árið 1978 þegar Jóhannes Páll fyrsti var kjörinn páfi kom grár reykur úr strompinum. Síðan þá hefur hvítt litarefni verið sett í ofn til að tryggja það að ljóst liggi fyrir þegar páfi hefur verið valinn. Þá sér umheimurinn að nýr páfi hefur verið valinn og er því yfirleitt fagnað mjög á Péturstorgi og víða um heim. Hvítur reykur þyrlast úr strompi kapellunnar til að tilkynna það heiminum að Frans hafi verið valinn páfi árið 2013.AP Fjólubláu klæðin eru þá fjarlægð af sætum allra kardinála nema þess sem kjörinn var. Hann er þá spurður hvort hann samþykki kjörið og þá hvaða nafn hann hyggist taka og þá er hann formlega orðinn páfi. Engar sérstakar reglur gilda um það hvaða nafn páfar velja en gjarnan eru nöfn dýrðlinga eða annarra páfa sem hinn kjörni heldur sérstaklega upp á valin. Djákni kardinálaráðsins stígur út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni til að ávarpa mannfjöldann á Péturstorgi sem telur oft tugi þúsunda kaþólikka um allan heim ógleymdum sem fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netinu. Hann segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“ Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Fréttaskýringar Páfakjör 2025 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Frans páfi lést í morgun 88 ára að aldri. Hann hafði gegnt embætti andlegs leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og stjórnmálalegs leiðtoga Páfagarðs í tólf ár. Hann hafði skömmu fyrir andlát sitt breytt hinu hefðbundna ferli við útför páfa. Til dæmis verður lík hans ekki til sýnis á upphækkuðum palli í Péturskirkju heldur verður syrgjendum boðið að votta honum virðingu sína í kistu sinni. Þar að auki verður Frans fyrstur páfa í meira en öld til að vera grafinn utan Páfagarðs. Hann verður lagður til hinstu hvílu í Basiliku heilagrar Maríu í Róm. Kardinálar einangraðir frá umheiminum Við andlát páfa koma kardinálar kaþólsku kirkjunnar til Rómar en kardinálar mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Þeir koma hvaðanæva að úr heiminum og eiga að endurspegla kirkjuna sem heild. Kardinálar eru allir útnefndir af páfa og eru yfirleitt biskupar. Í dag eru 252 kaþólskir kardinálar og af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa. Er það vegna þess að aðeins þeir kardinálar sem eru undir áttræðu geta greitt atkvæði í páfakjöri. Hinir mega þó taka þátt í umræðum kardinálaráðsins. Hin víðfræga Sixtínska kapella þar sem páfakjör fer fram.AP Á meðan páfakjör fer fram mega kardinálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu þar sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn, án aðgangs að fjölmiðlum, hvort sem það er í formi blaða, netmiðla, útvarps eða sjónvarps og farsímar eru með öllu bannaðir. Mikil leynd hvílir yfir þessari samkomu kardinálanna og eru allar dyr sixtínsku kapellunnar innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Í kapellunni eru hásæti fyrir hvern kardinála og er hásæti hvers og eins hulið fjólubláu klæði og fyrir framan hvert hásæti er borð sem einnig er hulið fjólubláu klæði. Á altari Sixtínsku kapellunnar eru svo atkvæðaseðlar, stór kaleikur sem notaður er undir ösku seðlanna, grunnur diskur sem atkvæðin eru sett í þegar þau eru talin, silfurkassi sem notaður er þegar atkvæðaseðlarnir eru brenndir og kassi sem færður er til kardinála sem hugsanlega er of veikburða til að koma til kapellunnar sjálfrar. „Habemus papam“ Í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlarnir eru brenndir að kosningum loknum en kosið er fjórum sinnum á dag á meðan kjöri stendur, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Á atkvæðaseðli kardinálanna stendur: „Eligo in summum pontificem,“ sem á íslensku myndi útleggjast sem: „Ég kýs til æðsta biskups,“ og það botna þeir með nafni þess sem þeir vilja kjósa til embættis páfa. Ofninn sem notaður er til að brenna seðlana er þannig gerður að reykurinn frá honum liðast upp á þak kapellunnar. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir og litarefni sett með í ofninn. Við það verður reykurinn svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni, áður voru seðlarnir einir brenndir en árið 1978 þegar Jóhannes Páll fyrsti var kjörinn páfi kom grár reykur úr strompinum. Síðan þá hefur hvítt litarefni verið sett í ofn til að tryggja það að ljóst liggi fyrir þegar páfi hefur verið valinn. Þá sér umheimurinn að nýr páfi hefur verið valinn og er því yfirleitt fagnað mjög á Péturstorgi og víða um heim. Hvítur reykur þyrlast úr strompi kapellunnar til að tilkynna það heiminum að Frans hafi verið valinn páfi árið 2013.AP Fjólubláu klæðin eru þá fjarlægð af sætum allra kardinála nema þess sem kjörinn var. Hann er þá spurður hvort hann samþykki kjörið og þá hvaða nafn hann hyggist taka og þá er hann formlega orðinn páfi. Engar sérstakar reglur gilda um það hvaða nafn páfar velja en gjarnan eru nöfn dýrðlinga eða annarra páfa sem hinn kjörni heldur sérstaklega upp á valin. Djákni kardinálaráðsins stígur út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni til að ávarpa mannfjöldann á Péturstorgi sem telur oft tugi þúsunda kaþólikka um allan heim ógleymdum sem fylgjast með í beinni útsendingu í sjónvarpi og á netinu. Hann segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“
Páfagarður Andlát Frans páfa Trúmál Fréttaskýringar Páfakjör 2025 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira