Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 10:47 Mark Rutte, Marco Rubio og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal viðstaddra þegar utanríkisráðherrar NATO hittust síðast í Brussel í apríl. NATO Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“ NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“
NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira