„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Árni Gísli Magnússon skrifar 21. apríl 2025 19:15 Jóhann Kristinn var létt í leikslok. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 2-1 sigur á Tindastóli í 2. umferð Bestu deildar kvenna í Boganum á Akureyri í dag. Tindastóll komst snemma yfir en Þór/KA jafnaði í síðari hálfleik og skoraði skrautlegt sigurmark á lokamínútum leiksins. „Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
„Gríðarlegur léttir að hafa náð að finna loksins markið og sigla þessum þremur gríðarlegu mikilvægu stóru stigum úr þessum alveg hrikaleg erfiða leik,” sagði Jóhann Kristinn, þjálfari Þór/KA, strax eftir leik og sparaði ekki lýsingarorðin. „Við vorum búin að undirbúa okkur fyrir mjög erfiðan leik af því við sáum Tindastól spila fyrsta leikinn í mótinu og ég held að allir ættu að taka Tindastól mjög alvarlega í þessari deild því þær eru ekki bara með mjög flottar viðbætur að utan, heldur eru þær gríðarlega vel skipulagðar og þetta er mjög vel þjálfað lið. Ég held að ekkert lið geti bókað einhver stig á móti þeim, þess vegna erum við gríðarlega ánægðar með að hafa landað þessum torsótta sigri hér í dag.” Hvað tekurðu jákvætt út úr leik liðsins? „Karakter, gríðarlegur karakter, við lendum undir hérna snemma klaufalega og við finnum ekki netið fyrr en bara líður vel á en trúin á verkefninu og samheldnin og þrautseigjan skilaði því að við klóruðum okkur á nöglunum inn í þetta aftur. Bara hrikalega ánægður með mínar stelpur.” Þór/KA lenti oftar en einu sinni í vandræðum með að spila boltanum út úr vörninni og var í raun heppið að Tindastóll hafi ekki nýtt sér það betur og refsað með mörkum. „Ég held að allir í lífinu þurfi að vinna í því að gera ekki klaufaleg mistök, hvað sem þú ert að taka þér fyrir hendur, og það komu nokkur móment sérstaklega í byrjun seinni þar sem við svona virkuðum eins og við ætluðum að hleypa þessu upp í tóma þvælu en þær eru bara öflugar fram á við hjá Stólunum og þegar þær fara pressa geta þær sett svolítið svona skjálfta í hnén á leikmönnum sem eru að spila út og mér fannst þær gera þetta vel en á sama tíma gerum við þetta illa en það er bara eins og gengur og gerist.” Leikmannaglugginn er enn opinn og staðfesti Jóhann að nýr leikmaður sé á leið til liðsins. „Já það kemur einn leikmaður hérna sem við getum örugglega staðfest í kringum næsta leik eða eitthvað” Hann vildi þó ekki gefa nánari upplýsingar um viðkomandi en á svörum hans að dæma er sóknarmaður á leiðinni. „Ég vil það ekki akkúrat núna en við höfum verið að lenda í brasi. Sonja (Björg Sigurðardóttir) meiðist með U-19 landsliðinu og Amalía (Árnadóttir), ég er nú svona að telja upp framherjana hjá okkur sem eru ekki heilar, þó Amalía sé að taka flott skref og Sonja vonandi kemur eitthvað á næstunni en við þurfum aðeins að bæta í hjá okkur. Við erum þokkalega vöðvum hlaðin beinagrind eins og er en við þurfum að bæta aðeins í viðbót finnst okkur til þess að geta haldið sjó,” sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tindastóll Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira