Handbolti

Sel­foss jafnaði metin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hannes reyndist hetjan.
Hannes reyndist hetjan. UMF Selfoss

Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn en það voru gestirnir sem leiddu með einu marki í hálfleik, staðan 13-14. Gróttumenn hófu síðari hálfleikinn á því að skora þrjú mörk í röð. Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun kom ekkert fát á heimamenn sem voru búnir að jafna metin í 21-21 tiltölulega snemma í síðari hálfleik.

Á endanum var það Selfoss sem sýndi stáltaugar og staðan orðin jöfn 1-1 í einvígi liðanna. Hannes Höskuldsson var frábær í liði heimamanna með 9 mörk. Þar á eftir kom Sölvi Svavarsson með 6 mörk. Í markinu varði Alexander Hrafnkelsson 11 skot.

Hjá gestunum var Ágúst Ingi Óskarsson markahæstur með 8 mörk. Hannes Pétur Hauksson varði 7 skot í markinu.

Liðið sem verður fyrra til að vinna þrjá leiki leikur í Olís deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×