Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 22. apríl 2025 09:45 Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar