Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 10:33 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn og eini fulltrúi flokksins. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tókust á um borgarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær ræddu leikskólamálin og húsnæðismálin og voru ekki sammála um margt. Sjálfstæðisflokkurinn mældist í könnun fyrr í mánuðinum stærstur allra flokka í borginni. Könnunin var gerð af Gallup fyrir Viðskiptablaðið. Hildur Björnsdóttir segir þetta ánægjulegt og að hún skynji mikinn meðbyr. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúmt ár. „Könnun er auðvitað bara könnun. Það sem skiptir mestu er að fá svona fylgi upp úr kjörkössunum,“ segir Hildur. Hún hafi verið dugleg að tala fyrir breytingum og sé að uppskera eftir því núna. Hún segist skynja mikla óánægju með meirihlutann sem er nýtekinn við og þann sem var við völd síðast. Vinstri græn ná inn manni í borginni samkvæmt könnun Gallup en ekki Maskínu. Vinstri græn duttu af Alþingi í síðustu þingkosningum. Líf segir valdið í höndum kjósenda. Það sé hægrisveifla í samfélaginu og það sé verkefni fyrir vinstrisinnað félagshyggjufólk að skoða hvers vegna stefna þeirra eigi ekki erindi við fólk. „Pólitík er flókin. Það er hægt að tala allt niður og segjast svo ætla að bjarga því,“ segir Líf. Hún segist sömuleiðis gagnrýna margt í framsetningu Sjálfstæðisflokksins og frekar upplifa að borgarbúar séu margir ánægðir en auðvitað séu einhver málefni sem fólk sé óánægt með. Hún pirri sig sjálf á umferðinni og svifrykinu sem henni fylgir, til dæmis. Hún segir borgina æðislega og í örum vexti. Það þurfi að tala um það líka. Sé raunverulega fjölskipað vald Líf segist vilja sjá að borgarstjórn sé fjölskipað vald og allir fái hlutverk. Í Kaupmannahöfn séu til dæmis sjö borgarstjórar og ekki sama áhersla á minnihluta og meirihluta. „Ég myndi gjarnan vilja starfa með hvaða flokki sem er á vettvangi borgarstjórnar og að við myndum öll axla ábyrgð.“ Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hildur segist sammála því að Reykjavík sé ótrúleg borg, hún elski borgina. Það verði samt að horfa til þess að þau séu í samkeppni við aðra bæi og borgir erlendis. Borgin verði að kynna hvað þau hafa og það sé margt í boði. Það sem standi í fólki og komi í veg fyrir til dæmis heimkomu að utan séu leikskólamálin og þar hafi verið óráð. Hildur segir vanta nýjar lausnir og það hafi til dæmis verið slæmt að afþakka samstarf við Alvotech. Líf segist til í að skoða að fyrirtæki byggi leikskóla og borgin sjái um reksturinn. Það sé hins vegar skortur á starfsfólki og að leikskólavandinn sé mannekluvandi. „Ef lausnin er fólgin í því að hver sem er geti opnað leikskóla eða grunnskóla þá ef sá hinn sami fer á hausinn með það ber borginni skylda til að taka við þeim börnum,“ segir Líf og að frumskylda sveitarstjórnarmanna sé að huga að þeim stofnunum sem þau stjórna. Þörf á að stórefla leikskólakerfið Það sé þörf á að stórefla leikskólakerfið og sjálfsagt að ræða við Landspítalann um lausnir en það verði að tryggja að það verði sömu kröfur gerðar á þessum leikskólum, að inntökukerfið sé til dæmis það sama. Nauðsynlegt sé að huga að starfsumhverfi kennara og lykillinn að farsælu skólastarfi sé fólginn í fólkinu sem vill gera skólastarf að sínu ævistarfi. Hildur segir meiri fjölbreytni í skólakerfinu góða og það sé fullt tilefni til að styðja við slíkt framtak. Hvað varðar mannekluvandann segir Hildur að til dæmis dagforeldrum fari fækkandi. Það eigi að þróa nýtt úrræði sem sé daggæsla á vinnustað. Sem dæmi sé spennandi hvað Arion banki sé að gera en þar verður opnuð daggæsla fyrir yngstu börnin sem ekki dvelja þar lengur til tveggja ára. Líf bendir á að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og það eigi að koma þannig fram við það. Leikskólinn „sé miklu meira en bara pössun“ og því eigi kröfurnar að vera eftir því. „Þetta er ekki bara umönnun, þetta er miklu meira,“ segir Líf og að það verði að vera samfella inn í grunnskólakerfið. Yrði skólakerfið byggt eins upp í dag? Hún segir fjármagn ekki hafa fylgt því að um sé að ræða fyrsta skólastigið og það sé þörf á að efla kerfið. Hún telur að verkefnið sé á borði Alþingis, að meta hvenær formleg menntun hefst. Þetta sé þannig stærri umræða en bara um stöðuna innan leikskólanna sjálfra. „Ef við værum að byggja upp skólakerfi í dag, myndum við gera það svona?“ Hildur segir það ekki rétt að fjármagn hafi ekki fylgt þeirri hugmynd að leikskólinn sé fyrsta skólastigið. Samband íslenskra sveitarfélaga sýni að það kosti um 511 þúsund krónur að taka við 12 mánaða barni í leikskóla. Það fari mikill peningur inn í kerfið en samt virki það ekki. Hildur segir leikskólamálin ekki það eina sem íbúar pirri sig á, einnig sé fólk pirrað á húsnæðis- og samgöngumálunum. Líf ræddi einnig stuttlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hún segist ekki sammála niðurstöðu greiningarinnar. Þeirra stefna sé að tryggja öllum aðgengi að húsnæði óháð tekjum og það þurfi að skoða það form nánar svo hægt sé að tryggja öllum húsnæði. Hildur sagði vaxandi húsnæðisvanda í borginni og það sé stefnu borgaryfirvalda að kenna. Það hafi verið þéttingarstefna og andstaða við að brjóta upp nýtt land. Það hafi leitt til skorts og hækkandi verðs. Það sé þörf á að brjóta upp nýtt land, byggja þar og þannig sé hægt að lækka verðið. „Það sem fólk þarf er ekki húsnæðismarkaður þar sem nær helmingur af öllu sem er byggt er niðurgreitt húsnæði, það er ósjálfbært. Það sem fólk þarf er heilbrigður, frjáls húsnæðismarkaður,“ segir Hildur sem er ósammála því að gefa vilyrði fyrir uppbyggingu í Grafarvogi þar sem úrræðin fara í niðurgreitt húsnæði. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Leikskólar Húsnæðismál Bítið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist í könnun fyrr í mánuðinum stærstur allra flokka í borginni. Könnunin var gerð af Gallup fyrir Viðskiptablaðið. Hildur Björnsdóttir segir þetta ánægjulegt og að hún skynji mikinn meðbyr. Sveitarstjórnarkosningar fara fram eftir rúmt ár. „Könnun er auðvitað bara könnun. Það sem skiptir mestu er að fá svona fylgi upp úr kjörkössunum,“ segir Hildur. Hún hafi verið dugleg að tala fyrir breytingum og sé að uppskera eftir því núna. Hún segist skynja mikla óánægju með meirihlutann sem er nýtekinn við og þann sem var við völd síðast. Vinstri græn ná inn manni í borginni samkvæmt könnun Gallup en ekki Maskínu. Vinstri græn duttu af Alþingi í síðustu þingkosningum. Líf segir valdið í höndum kjósenda. Það sé hægrisveifla í samfélaginu og það sé verkefni fyrir vinstrisinnað félagshyggjufólk að skoða hvers vegna stefna þeirra eigi ekki erindi við fólk. „Pólitík er flókin. Það er hægt að tala allt niður og segjast svo ætla að bjarga því,“ segir Líf. Hún segist sömuleiðis gagnrýna margt í framsetningu Sjálfstæðisflokksins og frekar upplifa að borgarbúar séu margir ánægðir en auðvitað séu einhver málefni sem fólk sé óánægt með. Hún pirri sig sjálf á umferðinni og svifrykinu sem henni fylgir, til dæmis. Hún segir borgina æðislega og í örum vexti. Það þurfi að tala um það líka. Sé raunverulega fjölskipað vald Líf segist vilja sjá að borgarstjórn sé fjölskipað vald og allir fái hlutverk. Í Kaupmannahöfn séu til dæmis sjö borgarstjórar og ekki sama áhersla á minnihluta og meirihluta. „Ég myndi gjarnan vilja starfa með hvaða flokki sem er á vettvangi borgarstjórnar og að við myndum öll axla ábyrgð.“ Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Hildur segist sammála því að Reykjavík sé ótrúleg borg, hún elski borgina. Það verði samt að horfa til þess að þau séu í samkeppni við aðra bæi og borgir erlendis. Borgin verði að kynna hvað þau hafa og það sé margt í boði. Það sem standi í fólki og komi í veg fyrir til dæmis heimkomu að utan séu leikskólamálin og þar hafi verið óráð. Hildur segir vanta nýjar lausnir og það hafi til dæmis verið slæmt að afþakka samstarf við Alvotech. Líf segist til í að skoða að fyrirtæki byggi leikskóla og borgin sjái um reksturinn. Það sé hins vegar skortur á starfsfólki og að leikskólavandinn sé mannekluvandi. „Ef lausnin er fólgin í því að hver sem er geti opnað leikskóla eða grunnskóla þá ef sá hinn sami fer á hausinn með það ber borginni skylda til að taka við þeim börnum,“ segir Líf og að frumskylda sveitarstjórnarmanna sé að huga að þeim stofnunum sem þau stjórna. Þörf á að stórefla leikskólakerfið Það sé þörf á að stórefla leikskólakerfið og sjálfsagt að ræða við Landspítalann um lausnir en það verði að tryggja að það verði sömu kröfur gerðar á þessum leikskólum, að inntökukerfið sé til dæmis það sama. Nauðsynlegt sé að huga að starfsumhverfi kennara og lykillinn að farsælu skólastarfi sé fólginn í fólkinu sem vill gera skólastarf að sínu ævistarfi. Hildur segir meiri fjölbreytni í skólakerfinu góða og það sé fullt tilefni til að styðja við slíkt framtak. Hvað varðar mannekluvandann segir Hildur að til dæmis dagforeldrum fari fækkandi. Það eigi að þróa nýtt úrræði sem sé daggæsla á vinnustað. Sem dæmi sé spennandi hvað Arion banki sé að gera en þar verður opnuð daggæsla fyrir yngstu börnin sem ekki dvelja þar lengur til tveggja ára. Líf bendir á að leikskólinn sé fyrsta skólastigið og það eigi að koma þannig fram við það. Leikskólinn „sé miklu meira en bara pössun“ og því eigi kröfurnar að vera eftir því. „Þetta er ekki bara umönnun, þetta er miklu meira,“ segir Líf og að það verði að vera samfella inn í grunnskólakerfið. Yrði skólakerfið byggt eins upp í dag? Hún segir fjármagn ekki hafa fylgt því að um sé að ræða fyrsta skólastigið og það sé þörf á að efla kerfið. Hún telur að verkefnið sé á borði Alþingis, að meta hvenær formleg menntun hefst. Þetta sé þannig stærri umræða en bara um stöðuna innan leikskólanna sjálfra. „Ef við værum að byggja upp skólakerfi í dag, myndum við gera það svona?“ Hildur segir það ekki rétt að fjármagn hafi ekki fylgt þeirri hugmynd að leikskólinn sé fyrsta skólastigið. Samband íslenskra sveitarfélaga sýni að það kosti um 511 þúsund krónur að taka við 12 mánaða barni í leikskóla. Það fari mikill peningur inn í kerfið en samt virki það ekki. Hildur segir leikskólamálin ekki það eina sem íbúar pirri sig á, einnig sé fólk pirrað á húsnæðis- og samgöngumálunum. Líf ræddi einnig stuttlega greiningu Viðskiptaráðs á húsnæðisstefnu stjórnvalda. Hún segist ekki sammála niðurstöðu greiningarinnar. Þeirra stefna sé að tryggja öllum aðgengi að húsnæði óháð tekjum og það þurfi að skoða það form nánar svo hægt sé að tryggja öllum húsnæði. Hildur sagði vaxandi húsnæðisvanda í borginni og það sé stefnu borgaryfirvalda að kenna. Það hafi verið þéttingarstefna og andstaða við að brjóta upp nýtt land. Það hafi leitt til skorts og hækkandi verðs. Það sé þörf á að brjóta upp nýtt land, byggja þar og þannig sé hægt að lækka verðið. „Það sem fólk þarf er ekki húsnæðismarkaður þar sem nær helmingur af öllu sem er byggt er niðurgreitt húsnæði, það er ósjálfbært. Það sem fólk þarf er heilbrigður, frjáls húsnæðismarkaður,“ segir Hildur sem er ósammála því að gefa vilyrði fyrir uppbyggingu í Grafarvogi þar sem úrræðin fara í niðurgreitt húsnæði. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan.
Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Leikskólar Húsnæðismál Bítið Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira