Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 22. apríl 2025 13:01 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HSÍ Landslið kvenna í handbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lék fyrr í mánuðinum tvo umspilsleiki við Ísrael um laust sæti á Heimsmeistaramótinu í handbolta 2026. Í kjölfarið sendi íslenska landsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem leikmenn hvöttu alþjóðlegu íþróttahreyfinguna til að endurskoða afstöðu sína til þátttöku Ísraels í alþjóðlegum íþróttakeppnum. Liðið skoraði einnig á HSÍ og ÍSÍ að þrýsta á alþjóðasamböndin um að meina Ísrael þátttöku í alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna mannréttindabrota þeirra. Við myndatöku eftir seinni leik liðanna huldu leikmenn síðan lógó ísraelska fyrirtækisins Rapyd á treyjunum sínum, en Rapyd er einn af styrktaraðilum HSÍ. Þannig sendu landsliðskonurnar skýr skilaboð um að þær kæri sig ekki um að bera merki ísraelsks fyrirtækis framan á sér á meðan þær leika fyrir hönd Íslands. Söguleg framganga íslenska landsliðsins Með þessum aðgerðum sínum steig handboltalandsliðið skref sem ekkert annað íslenskt lið hefur stigið undanfarið eitt og hálft ár. Landsliðskonurnar tóku afstöðu og beittu sinni rödd til að benda á að það er óásættanlegt að Ísrael taki þátt í íþróttaviðburðum á meðan stríðsglæpir, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir af hálfu Ísraelsríkis eru daglegt brauð í Ísrael og Palestínu. Íslensku handboltakonurnar vöktu einnig athygli á því að leikirnir við Ísrael fóru fram við mjög óeðlilegar aðstæður, s.s. við stórfellda öryggisgæslu í kringum ísraelska liðið og án áhorfenda. Ef ekki er hægt að leika handbolta venju samkvæmt er ástæða til að skoða hvort staðan sé ásættanleg fyrir leikmenn. Það er augljóst af yfirlýsingu handboltakvennanna að þær telja að svo sé ekki. Sniðganga er andóf gegn mannréttindabrotum Yfirlýsing íslenska landsliðsins er hvatning til HSÍ, ÍSÍ og alþjóðasambandanna um að sniðganga Ísrael á sviði íþrótta. Sniðganga á sviði íþrótta hefur áður átt þátt í að einangra ríki sem fremja lögbrot og mannréttindabrot. Hún er leið þeirra sem ekki geta setið aðgerðalaus hjá á meðan glæpir Ísraels viðgangast. Nú hefur íslenska handboltalandsliðið lagt sniðgönguhreyfingunni lið, líkt og þúsundir annarra Íslendinga sem undanfarið eitt og hálft ár hafa sniðgengið ísraelsk fyrirtæki og ísraelskar vörur og þrýst á stjórnvöld um að grípa til aðgerða gegn Ísrael. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu var þeim umsvifalaust meinað að taka þátt í alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar á meðal Ólympíuleikunum. Það hljóta að renna tvær grímur á allan almenning ef glæpir Ísraels kalla ekki á sömu viðbrögð. Stöndum við með mannréttindum eða ekki? Endurspegla íþróttir gildi okkar og siðferði eða leyfum við þeim að vera vettvangur sem veitir Ísrael skjól til að fremja glæpi sína? HSÍ ber skylda til að hlusta á landsliðskonur, segir nýr formaður HSÍ Í kjölfar yfirlýsingar landsliðsins var tekið viðtal við nýjan formann HSÍ, Jón Halldórsson. Þar segir hann að sambandinu beri skylda til að hlusta á sjónarmið landsliðsins og taka afstöðu til þeirra. Hann viðurkennir jafnframt að samstarf HSÍ við Rapyd sé umdeilt og að skilaboð landsliðsins um Rapyd séu skýr. Samkvæmt Jóni er á dagskrá nýrrar stjórnar HSÍ að endurskoða alla samninga sambandsins. Framkvæmdastjóri ÍSÍ lýsti því einnig yfir að sambandið tæki yfirlýsinguna til skoðunar. Þetta sýnir svart á hvítu að þrýstingur frá íþróttafólki getur haft áhrif á stjórnendur íþróttafélaga og búið til hvata fyrir þá til að grípa til aðgerða. Boltinn er hjá HSÍ og ÍSÍ Boltinn er núna hjá HSÍ og ÍSÍ. Félögin þurfa að standa með sínu fólki og þrýsta á alþjóðasamböndin að víkja Ísrael úr keppni í alþjóðlegum íþróttaviðburðum á meðan þjóðarmorð, aðskilnaðarstefna og þjóðernishreinsanir Ísraels viðgangast. HSÍ þarf að hverfa frá samstarfi sínu við ísraelska fyrirtækið Rapyd. Þannig geta þessi félög staðið vörð um það sem íþróttir á alþjóðavettvangi eiga að snúast um - frið, virðingu, samstöðu og mannlega reisn, gildin sem íslensku handboltakonurnar vilja verja. Sniðgönguhreyfingin á Íslandi tekur undir ákall kvennalandsliðsins í handbolta. Við skorum á HSÍ og ÍSÍ að sýna jafn mikið hugrekki og leikmenn liðsins gerðu. Sýnum Ísrael rauða spjaldið! Höfundar eru í íslensku sniðgönguhreyfingunni fyrir Palestínu, BDS Ísland.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun