Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 22:14 Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða. Vísir Unnið er að viðgerðum á húsi sem er einungis sex ára gamalt í Vogahverfi í Reykjavík vegna lekavandamála. Fleiri dæmi eru um slík fjölbýlishús í Reykjavík en formaður Meistarafélags Húsasmíða segir græðgi um að kenna frekar en flötum þökum. Áður fyrr hafi hús verið í lagi í fjörutíu, fimmtíu ár. Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“ Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fjölbýlishúsið í Kugguvogi var byggt árið 2019 og var á því varin sjónsteypa með lituðum flötum sem farið hefur illa úr íslenskri veðráttu. Ekki er um að ræða eina dæmið um slík lekavandræði í svo nýju húsnæði en dæmi eru um að húsfélög hafi stefnt byggingarverktaka vegna galla í fjölbýlishúsi. Jón Sigurðsson formaður Meistarafélags húsasmiða segist telja að breytingar í byggingageiranum ráði mestu um galla í þessum nýju húsum. Hugsað um hagnað „Fyrir hrun þá voru meistarar úr okkar félagi með fyrirtæki, þeir fengu lóðir og voru að byggja, þeir voru að byggja upp sín fyrirtæki og allir mennirnir voru starfsmenn hjá þeim, þannig þeir reyndu að skila af sér góðu verki. Síðan eftir hrun þá koma fjárfestar inn á markaðinn og þeir eru bara að hugsa um hagnað og ætla bara að reyna að ná eins út miklum hagnaði og þeir geta á eins skömmum tíma og þeir geta.“ Fjárfestarnir hafi enga starfsmenn á sínum snærum, allt sé boðið út í smáum einingum og þar bjóði verktakar eins lágar upphæðir og þeir geti í verkin svo þeir tapi sem minnstu. Hraði uppbyggingar, vöntun á leiðbeiningum fyrir íslenskar aðstæður og val á efni spila einnig inn í að sögn Jóns, frekar en hönnun nýju húsanna, sem athygli vekur að eru flest með flötum þökum. „Það vantar náttúrulega, eins og leiðbeiningar sem ég er að tala um, það vantar að hönnuðir skili inn sérteikningu og frágangi á gluggum. Flatt þak á ekkert að leka. Það er ekkert samansemmerki þar á milli, það er bara gömul klisja frá því Ómar Ragnarsson var hérna með fréttir úr Fossvoginum. Flatt þak á alveg að geta verið þétt, það þarf bara að gera það rétt.“ Lágmark að hús séu í lagi í tíu ár Jón segir lágmark að hús séu í lagi í tíu ár. Iðnaðarmenn hafi ekki farið að gera við hús á Íslandi svo heitið getur fyrr en í kringum 1990. „Hús sem voru byggð í kringum 1930, 1940, þau entust. Það segir okkur eitthvað. “ Þannig að þau entust í 40, 50 ár? „Já já. Það er bara þannig. Það þarf náttúrulega og mála og halda við en hús eiga ekki að vera farin að leka vatni.“
Hús og heimili Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira