Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 23. apríl 2025 08:31 Í nýlegri könnun Gallup kom fram að Framsóknarfólk er hamingjusamast þeirra er svöruðu, þrátt fyrir tímabundið lélegt gengi í skoðanakönnunum og síðstu kosningum. Þetta vakti athygli mína. Hverjir eru hamingjusamir? Fyrst ber að nefna hvað einkennir fólk sem er almennt hamingjusamt? Það er sátt, hefur náð árangri í lífi og starfi, er í góðum samskiptum við aðra og líður almennt vel. Þegar fólk er með gott sjálfstraust, er jákvætt og líður vel tekur það betri ákvarðanir. Hamingjan er öfgalaus Framsókn hefur á löngum ferli sínum haft veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Flokkurinn hefur tekið þátt í mörgum ríkisstjórnum og haft mótandi áhrif á íslenskt samfélag. Framsókn er miðjuflokkur sem byggir stefnu sína á frjálslyndri félagshyggju, jöfnuði, samvinnu og hófsemi. Flokkurinn leggur áherslu á að finna raunhæfar lausnir í gegnum samráð og samvinnu ólíkra hagsmuna. Framsóknarfólk hefur oftar en ekki verið límið á miðjunni sem sættir ólík sjónarhorn innan ríkisstjórna og sveitastjórna öfgalaust. Framsókn hefur tekið þátt í að skapa stöðugt og traust efnahagsumhverfi sem styður við atvinnusköpun. Hann hefur lagt áherslu á að efla innviði og tryggja jafnvægi landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Þannig hefur hann stutt við ferðaþjónustu, landbúnað og sterkar byggðir. Matvælaframleiðsla er um þessar mundir eitt mikilvægasta öryggis- og varnarmál landsins. Flokkurinn hefur verið leiðandi í málefnum innflytjenda á Íslandi. Framsóknarfólk velur að vera hófsamt, skynsamt og ná árangri. Hamingjan felst í góðum samskiptum Frá vöggu til grafar þurfum við á hvort öðru að halda. Mest við upphaf og lok ævinnar. Hamingja okkar veltur að stórum hluta á hversu vel okkur gengur að tengjast fólkinu í kringum okkur. Framsókn í Reykjavíkur hefur lagt áherslu á að byggja upp leikskóla með raunhæfum markmiðum. Húsnæðisuppbyggingu sem bíður fólki upp á valkosti og að tryggja samgöngur miðað við núverandi ástand. Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á mannréttindi og velferð. Tryggja heimilislausum þak yfir höfuðið og stóreflt forvarnastarf gagnvart auknu ofbeldi ungmenna. Framsókn stuðlar að því að fólk eigi í góðum samskiptum með menningu, menntun og umbyrðarlyndi. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri könnun Gallup kom fram að Framsóknarfólk er hamingjusamast þeirra er svöruðu, þrátt fyrir tímabundið lélegt gengi í skoðanakönnunum og síðstu kosningum. Þetta vakti athygli mína. Hverjir eru hamingjusamir? Fyrst ber að nefna hvað einkennir fólk sem er almennt hamingjusamt? Það er sátt, hefur náð árangri í lífi og starfi, er í góðum samskiptum við aðra og líður almennt vel. Þegar fólk er með gott sjálfstraust, er jákvætt og líður vel tekur það betri ákvarðanir. Hamingjan er öfgalaus Framsókn hefur á löngum ferli sínum haft veruleg áhrif á íslenskt samfélag. Flokkurinn hefur tekið þátt í mörgum ríkisstjórnum og haft mótandi áhrif á íslenskt samfélag. Framsókn er miðjuflokkur sem byggir stefnu sína á frjálslyndri félagshyggju, jöfnuði, samvinnu og hófsemi. Flokkurinn leggur áherslu á að finna raunhæfar lausnir í gegnum samráð og samvinnu ólíkra hagsmuna. Framsóknarfólk hefur oftar en ekki verið límið á miðjunni sem sættir ólík sjónarhorn innan ríkisstjórna og sveitastjórna öfgalaust. Framsókn hefur tekið þátt í að skapa stöðugt og traust efnahagsumhverfi sem styður við atvinnusköpun. Hann hefur lagt áherslu á að efla innviði og tryggja jafnvægi landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Þannig hefur hann stutt við ferðaþjónustu, landbúnað og sterkar byggðir. Matvælaframleiðsla er um þessar mundir eitt mikilvægasta öryggis- og varnarmál landsins. Flokkurinn hefur verið leiðandi í málefnum innflytjenda á Íslandi. Framsóknarfólk velur að vera hófsamt, skynsamt og ná árangri. Hamingjan felst í góðum samskiptum Frá vöggu til grafar þurfum við á hvort öðru að halda. Mest við upphaf og lok ævinnar. Hamingja okkar veltur að stórum hluta á hversu vel okkur gengur að tengjast fólkinu í kringum okkur. Framsókn í Reykjavíkur hefur lagt áherslu á að byggja upp leikskóla með raunhæfum markmiðum. Húsnæðisuppbyggingu sem bíður fólki upp á valkosti og að tryggja samgöngur miðað við núverandi ástand. Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á mannréttindi og velferð. Tryggja heimilislausum þak yfir höfuðið og stóreflt forvarnastarf gagnvart auknu ofbeldi ungmenna. Framsókn stuðlar að því að fólk eigi í góðum samskiptum með menningu, menntun og umbyrðarlyndi. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar