„Svona er úrslitakeppnin“ Hinrik Wöhler skrifar 22. apríl 2025 22:09 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur átt betri kvöld á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu. Olís-deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira