Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2025 13:03 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ásamt Dóru Björt Guðjónsdóttur og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar nýr meirihluti var kynntur. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að könnun Maskínu um væntingar til meirihlutans í borginni að mörgu leyti góð fyrir meirihlutann. Rúmur helmingur svarenda ber litlar væntingar til meirihlutans og þá sérstaklega borgarbúar austan Elliðaáa. Samfylkingin, Píratar, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, sprengdi meirihlutasamstarfið við Samfylkinguna og Viðreisn í febrúar. 53 prósent svarenda í könnun Maskínu segist hafa litlar væntingar til meirihlutans og einungis fjórðungur segist hafa miklar væntingar. Tæp 44 prósent kjósenda Flokk fólksins hafa litlar væntingar til samstarfsins en rúm 53 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir meirihlutann að mörgu leyti koma vel út. „Mér finnst þessi Maskínukönnun að mörgu leyti bara mjög fín fyrir okkur. Hún sýnir að borgarbúar eru ekki mjög hrifnir af miklu róti en þau eiga eftir að sjá að við eigum eftir að framkvæma mikið og við meirihlutinn erum allavega með meira fylgi en minnihlutinn, þannig að við bara vinnum að því og höldum áfram.“ Þá er nokkur munur á afstöðu svarenda eftir því hvar þeir búa. Hátt í 58 prósent þeirra sem bjuggu austan Elliðaáa hafa litlar væntingar, borið saman við 48,5 prósent í miðborginni og Vesturbænum annars vegar og 49,7 prósent í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Heiða segist ekki hafa skoðun á því. „Það eru engar nýjar fréttir. Það eru bara mismunandi hverfi og það er líka það sem er fallegt við Reykjavík. Við erum ekki öll eins.“ Það er engan bilbug á ykkur að finna? „Nei, alls ekki. Við erum rétt að byrja.“ Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Samfylkingin, Píratar, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn og Vinstri græn mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, sprengdi meirihlutasamstarfið við Samfylkinguna og Viðreisn í febrúar. 53 prósent svarenda í könnun Maskínu segist hafa litlar væntingar til meirihlutans og einungis fjórðungur segist hafa miklar væntingar. Tæp 44 prósent kjósenda Flokk fólksins hafa litlar væntingar til samstarfsins en rúm 53 prósent kjósenda Samfylkingarinnar. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir meirihlutann að mörgu leyti koma vel út. „Mér finnst þessi Maskínukönnun að mörgu leyti bara mjög fín fyrir okkur. Hún sýnir að borgarbúar eru ekki mjög hrifnir af miklu róti en þau eiga eftir að sjá að við eigum eftir að framkvæma mikið og við meirihlutinn erum allavega með meira fylgi en minnihlutinn, þannig að við bara vinnum að því og höldum áfram.“ Þá er nokkur munur á afstöðu svarenda eftir því hvar þeir búa. Hátt í 58 prósent þeirra sem bjuggu austan Elliðaáa hafa litlar væntingar, borið saman við 48,5 prósent í miðborginni og Vesturbænum annars vegar og 49,7 prósent í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og Bústöðum. Heiða segist ekki hafa skoðun á því. „Það eru engar nýjar fréttir. Það eru bara mismunandi hverfi og það er líka það sem er fallegt við Reykjavík. Við erum ekki öll eins.“ Það er engan bilbug á ykkur að finna? „Nei, alls ekki. Við erum rétt að byrja.“
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Sósíalistaflokkurinn Vinstri græn Píratar Flokkur fólksins Skoðanakannanir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira