Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 22:01 Lóan er sumarfugl Íslendinga. Aldís Pálsdóttir Heiðlóu og spóa fækkar ört hér á landi í öllum landshlutum. Vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir hljóðheim íslenska sumarsins í hættu. Ýmsar tilgátur séu uppi um hvað valdi en alveg ljóst sé að maðurinn beri þar ábyrgð. Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“ Fuglar Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Aldís Erna Pálsdóttir vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun hefur undanfarin ár rannsakað stöðu mófugla á Íslandi, þá sérstaklega áhrif breytinga á landnotkun á stofna þeirra hér á landi. Hún tók nýverið saman fimm talningar á mófuglum sem framkvæmdar eru víðsvegar á landinu og skoðaði hvaða breytingar hafa orðið síðustu tuttugu ár. Fækkað um fimm til sex prósent á ári „Við sjáum að mófuglar sem reiða sig á opin búsvæði eins og til dæmis lóan og spóinn til dæmis, að þeim er að fækka á flestum svæðum og alveg töluvert á sumum svæðum. Eins og á Suðurlandi hefur þeim fækkað um alveg fimm til sex prósent á ári, frá 2011 minnir mig. Þannig þetta er svolítið hröð fækkun og að hún sé að eiga sér stað á svæðum um allt landið, já, er eitthvað sem maður hefur kannski smá áhyggjur af.“ Fækkunin eigi sér stað á svæðum sem séu langt frá hvert öðrum. Þrjár meginorsakir koma helst til greina en Aldís segir vísindamenn telja tap á búsvæðum fuglanna líklegustu skýringuna. „Okkur finnst það líklegasta tilgáta á þessu stigi, við erum auðvitað að ganga mikið á þessi opnu búsvæi eins og mólendi og fleira, með bæði mannvirkjum og skógrækt og ýmiskonar uppbyggingu. Við sjáum oft þessi opnu búsvæði sem tækifæri til uppbyggingar frekar en að einbeita okkur að því að vernda þau og hugsa að þessi búsvæði eru í notkun þó þau séu ekki í notkun af okkur.“ Þrjátíu prósent af öllum spóum í heiminum verpi á Íslandi og á milli fimmtíu og sextíu prósent af öllum lóum. Þar með beri Íslendingar mikla ábyrgð. „Við notum oft hugtakið hljóðheimur íslenska sumarsins því auðvitað finnst okkur öllum óhugsandi að fara í bústað hérna yfir sumarið og heyra ekki í þessum fuglum. Þetta er alveg órjúfanlegur hluti af þjóðarsálinni yfir sumarið. Vonandi nægir það til þess að við viljum vernda þá og pössum upp á þá.“
Fuglar Dýr Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira